Skemmtilegur og fjölsóttur fundur í gærkvöldi

HATZ-félagið var stofnað í október 2016. Það var gaman að hlusta á Magnús Pétursson og félaga hans í HATZ-félaginu í gærkvöldi. Hann sagði sögu vélarinnar HATZ TL 10 PS sem framleiddar voru frá 1954 til 1961 eða 62. Það komu bara tveir HATZ-ar til landsins 1956 en það var Landssmiðjan sem flutti þá inn. Á […]

Uppgröftur HATZ-ins í Landanum

Magnús Pétursson stjórnaði uppgreftri HATZ-ins á dögunum og fylgdist spenntur í LANDANUM í kvöld með því sem upp kom. Slóðin er aðgengileg einhverja stund sjá neðar. Þá eru flestir búnir að horfa á Landann: http://ruv.is/sarpurinn/ruv/landinn/20170402 en eftir að 15 mínútur og 42 sekundur eru liðnar af þættinum kemur að uppgreftri HATZ-ins að Fellsenda undir Akrafjalli. […]

HATZ – fundur á þriðjudagskvöldið

Það verður fundur hjá okkur þriðjudaginn 4. apríl kl. 20. Þar mun Magnús Pétursson f.v. ríkissáttasemjari segja okkur að leit að HATZ vél og árangri hennar. Þeir bræður Magnús og Pétur Óli Péturssynir kynntust slíkri vél sem strákar að Vindheimum. Forsíðumyndina tók Þorkell Hjaltason af sams konar vél að Hálsi í Kjós að því er […]

Aukalínur og ljótari ásjóna heimasíðunnar

Beðist er velvirðingar á truflunum við heimasíðuna og aukalínum ofan hennar. Sennilega er tími til uppfærslu og endurnýjunar kominn. Fljótlega verður tekin ákvörðun um framhaldið. Lestur hennar hefur minnkað frá sem áður var með tilkomu Facebook. Hins vegar eru allmargir ekki á Facebook og ætla sér ekki þangað. Heimasíðan þjónar þeim. Svo er kosturinn við […]

Tvö andlit (face) tengd Fergusonfélaginu og heimasíðan að auki

Það er víst mikilvægt að að reyna halda sambandi við sem flesta á líðandi stund. Það á líka við um okkur í Fergusonfélaginu. Því höfum við komið okkur upp þremur ásjónum, tvær þeirra eru á Facebook og svo þessi sem við horfum á núna. Heimasíðan okkar, http://ferguson-felagid.com/ , þessi sem við horfum á nú er […]

Tilboð hjá Sólningu fyrir félaga í Fergusonfélaginu

Nú hefur stjórn Fergusonfélagsins gert samning við SÓLNINGU um afsláttarverð á dekkjum og slöngum fyrir dráttarvélarnar okkar og ekki bara þær. Sólning flytur inn BKT dekkin sem margir hafa keypt undir vélarnar sínar og líkað vel við. Það þarf að framvísa félagsskírteininu í FERGUSONFÉLAGINU við kaupin til að njóta 20% afsláttarins. Afslátturinn gildir líka við […]

Dimmisjón með traktorum

Í eina tíð óku stúdentsefni um borgina á traktorum með heyvögnum aftan í sér. Þar stóðu svo nemendurnir í hefðbundnum fatnaði þess tíma, kápum og frökkum, og ekið var milli heimila kennara þeirra og þeir kvaddir. Í dag mæta nemar í furðufatnaði síðasta kennsludag en traktorar og heyvagnar heyra sögunni til. Myndirnar eru sóttar á […]

Nú eiga menn að borga árgjaldið sitt – 3000 krónur

Jæja félagar, þá er kominn tími til að að gera skil á árgjaldinu fyrir 2017. Það er óbreytt frá fyrri árum, 3.000 krónur. Auk þess að skipuleggja fundi og ferðir er Fergusonfélagið menningarfélag sem stuðlar að ýmsum góðum hlutum. Fergusonfélagið hefur látið gera upp og gefið muni á Landbúnaðarsafnið og fært safninu peningagjöf.Á síðasta aðalfundi […]

Fundur n.k. þriðjudagskvöld 7. mars – Ingimundur fræðir okkur um John Deere

kki bara Ferguson og MF í Fergusonfélaginu! Nú er komin röðin að “DÍRNUM” hans Ingimundar Benedikssonar frá Staðarbakka. Hann segir frá vélinni sinni á fundinum á þriðjudagskvöldið. Næsti fundur okkar dráttarvélaáhugamanna verður í kaffistofunni hjá EFLU á þriðjudagskvöldið þann 7. mars klukkan 20. Þar mun Húnvetningurinn Ingimundur Benediktsson frá Staðarbakka segja okkur frá John Deere […]