
Skemmtilegur og fjölsóttur fundur í gærkvöldi
HATZ-félagið var stofnað í október 2016. Það var gaman að hlusta á Magnús Pétursson og félaga hans í HATZ-félaginu í gærkvöldi. Hann sagði sögu vélarinnar HATZ TL 10 PS sem framleiddar voru frá 1954 til 1961 eða 62.
Það komu bara tveir HATZ-ar til landsins 1956 en það var Landssmiðjan sem flutti þá inn. Á sjöunda tug manna mættu á fundinn.
Á forsíðumyndinni eru þeir bræður Magnús og Pétur Óli Péturssynir að svara fyrirspurnum fundarmanna um véluna, leitina að henni og uppgröftinn.
Hér er svo stjórnin og þeir félagar í HATZ-félaginu sem voru á fundinum hjá okkur.
Magnús rakti sögu vélarinnar fyrir norðan en hún fór frá Vindheimum í Skagafirði í ágúst 1959 en hvert?
Um það snýst HATZ-félagið. Rannsóknarvinna leiddi þá félaga að Fellsenda undir Akrafjalli og margir hafa séð myndskeiðin í síðasta Landa þar sem HATZ-vél var grafin upp. Enn vantar að vísu gírkassa, afturfelgur og mótor svo eitthvað sé nefnt. Sjálfsagt munu þeir félagar leita betur þarna í gryfjunni en ekki er víst að allt finnist þar. Sögusagnir eru um bilaðan gírkassa og kannski hefur hann verið sendur eitthvert til viðgerðar og því ekki í gryfjunni.
Kannski var sú bilun ástæða þess að vélin var um síðir grafin ónothæf? Þá er það mótorinn, hann gæti hafa endað í bát eða á sveitabæ sem ljósamótor og þeirri eftirgrennslan verður haldið áfram. Hin HATZ vélin er að Hálsi í Kjós og kom þangað af Snæfellsnesinu.
Það kom fram í Landanum að Magnús undraðist mjög að HATZ merkið væri heilt því þeir bræður, hann og Pétur Óli, höfðu kannað mátt krafttangar eða “væsgripunnar” eins og Magnús talaði um í Landanum og brotið ofan af “Háinu” svo það varð bara að “litla háí”.
Endilega skoðið þetta í Landann aftur en þegar um 19 og hálf mínúta er liðin af þættinum segir Magnús “Þetta er sögluleg stund” og það er greinilegt hann er undrandi á að merkið skuli heilt:
http://ruv.is/sarpurinn/ruv/landinn/20170402
Kannski var þetta orsök þess að hann bað þá HATZ-eigendur að Hálsi að skoða HATZ-merkið á vélinni þar og hvað kom í ljós?
Á bakhlið þess sést að Háið hefur brotnað og verið soðið saman. Er þá Vindheimavélin eftir allt saman sú sem er að Hálsi??
Eitt markmið HATZ-félagsins er eignast allar HATZ-dráttarvélarnar sem komu til landsins (þ.e. báðar!), nokkuð sem Magnús sagði Fergusonfélagið gæti aldrei varðandi innfluttar Ferguson og MF-vélar!
Enn er þörf frekari rannsókna og ljóst að HATZ-félagið hefur enn starf að vinna. Vonandi getum við sagt frá frekari afrekum þessa félags síðar hér á síðunni.