HATZ – fundur á þriðjudagskvöldið

Það verður fundur hjá okkur þriðjudaginn 4. apríl kl. 20. Þar mun Magnús Pétursson f.v. ríkissáttasemjari segja okkur að leit að HATZ vél og árangri hennar. Þeir bræður Magnús og Pétur Óli Péturssynir kynntust slíkri vél sem strákar að Vindheimum.

Forsíðumyndina tók Þorkell Hjaltason af sams konar vél að Hálsi í Kjós að því er við vitum best en myndin var sótt á Facebook.
Þeir bræður hafa með nokkrum vinum sínum í “HATZ-félaginu” leitað þessa “æskuvinar” að norðan. Þeir telja sig hafa fundið dráttarvélina og hafa nú grafið hana upp. Það verður örugglega fróðlegt og gaman að hlusta á þá bræður en margir kannast líka við Pétur Óla Pétursson úr ferðum til Péturssborgar.

Fundarstaðurinn er hefðbundinn, kaffistofan hjá Eflu að Höfðabakka 9 þriðju hæð, gengið inn að austanverðu, sjá myndina:

Svo verður veglegt kaffihlé að venju, en ekki er víst að það verði vöfflur með kaffinu!
Endilega takið með ykkur gesti því eins og endranær eru allir velkomnir og þetta fundarefni – “leit og uppgröftur” – er sérlega áhugavert.
Kveðja,
stjórn Fergusonfélagsins.

Secured By miniOrange