Aukalínur og ljótari ásjóna heimasíðunnar

Beðist er velvirðingar á truflunum við heimasíðuna og aukalínum ofan hennar. Sennilega er tími til uppfærslu og endurnýjunar kominn. Fljótlega verður tekin ákvörðun um framhaldið. Lestur hennar hefur minnkað frá sem áður var með tilkomu Facebook.
Hins vegar eru allmargir ekki á Facebook og ætla sér ekki þangað. Heimasíðan þjónar þeim.
Svo er kosturinn við heimasíður að þar má safna og flokka efni bæði til fróðleiks og hjálpar við lagfæringar. Á þann hátt gæti síðan haldið gildi sínu, en sjáum hvað setur.
Einn vandinn er að lítið efni berst frá félögum og hugmyndaflug umsjónarmanns síðunnar um ný efnistök takmarkað. Því kann hún að verða einsleit og óspennandi.

Kannski er einhver tilbúinn að koma að efnisvali og innsetningu þess efnis á síðuna?

Hvað finnst þér að eigi að gera með síðuna? Láttu heyra frá þér.
Netfangið okkar er fergusonfelag@gmail.com

Secured By miniOrange