Tvö andlit (face) tengd Fergusonfélaginu og heimasíðan að auki

Það er víst mikilvægt að að reyna halda sambandi við sem flesta á líðandi stund. Það á líka við um okkur í Fergusonfélaginu.
Því höfum við komið okkur upp þremur ásjónum, tvær þeirra eru á Facebook og svo þessi sem við horfum á núna.

Heimasíðan okkar,
http://ferguson-felagid.com/ ,
þessi sem við horfum á nú er elst, fór í loftið í nóvember 2016 og er því komin á 11. árið. Hún er eldri en sjálft Fergusonfélagið sem verður 10 ára í desember á þessu ári. Það má líkja henni við dráttarvél með plóg sem undirbjó jarðveginn fyrir stofnun félagsins.
Síðan er e.t.v að verða meira tilkynningar stjórnar til félagsmanna um ýmislegt tengt félagsstarfinu. Einnig væri upplagt að safna hér ýmsu leiðbeiningarefni sem hægt væri að fletta upp. Auðvitað á líka að setja hér inn eitt og annað til fróðleiks og skemmtunar.
Næst í röðinni var Fergusonsíðan á Facebook en fyrsta innsetning þar var í mars 2013. Hún er þannig uppbyggð að einungis stjórnarmenn og síðustjóri geta sett inn nýtt efni. Fólk úti í bæ getur ekki sett inn myndir, frásagnir eða fyrirspurnir nema í umsögnum í efni sem þegar hefur birst.
Þetta hefur þann galla að nýtt efni berst ekki mikið inn á síðuna. Því var annari Facebooksíðu bætt við á dögunum til að bæta úr þessu.

Nýjasta andlit okkar er Fergusonfélags-grúppan á Facebook sem er bar frá því í mars s.l. Þar þarf fólk að biðja um að gerast félagar og eftir samþykki getur hver og einn sett það inn á síðuna sem honum sýnist – að sjálfsögðu um gamla traktora og það sem tengist þeim beint eða óbeint – , jafnt texta, fyrirspurnir sem myndir.
Viðbrögðin eru bara góð og efni annarra þegar farið að birtast þar ásamt umsögnum.

Við höfum sagt að dráttarvélaheimurinn sé ekki bara grár og rauður heldur líka með bláa, græna, órans, hvíta og gula liti svo nokkrir séu nefndir.

Vonandi verður þetta lífleg síða sem léttir á okkur umsjónarmönnunum að reyna að finna eitthvað áhugavert efni, hvað svo sem fólki kann að finnast um það efnisval.
Ein af ástæðunum fyrir “GRÚPPUNNI” sem aðgengileg er öllum sem vilja tengjast er sú, að þótt Fergusonfélagið hafi í upphafi verið hugsað utan um gamlar Ferguson og Massey Ferguson dráttarvélar, hafa frá upphafi verið fjölmargir eigendur annarra gerða dráttarvéla í félaginu.
Á síðasta aðalfundi var lögum Fergusonfélagsins breytt á þann hátt að það eina sem minnir á Ferguson er nafnið. Stjórn og aðalfundur voru á því að nafnið hefði á þessum tæpu tíu árum unnið sér þann sess í umræðunni og dráttarvélaheiminum að rétt væri að halda í það. Algengasta dráttarvél landsins um langt skeið var Ferguson og um leið og nafnið er nefnt kemur traktor upp í huga miðaldra og eldra fólks þótt þeir yngri nefni kannski enska boltann og fyrrum þjálfara þar!

Allt er þá þrennt er. Nú er valið þitt en er ekki réttast að fylgast með þeim öllum?

Secured By miniOrange