Dimmisjón með traktorum

Í eina tíð óku stúdentsefni um borgina á traktorum með heyvögnum aftan í sér. Þar stóðu svo nemendurnir í hefðbundnum fatnaði þess tíma, kápum og frökkum, og ekið var milli heimila kennara þeirra og þeir kvaddir.

Í dag mæta nemar í furðufatnaði síðasta kennsludag en traktorar og heyvagnar heyra sögunni til.
Myndirnar eru sóttar á vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur eins og sjá má eru þær merktar með e.k. upphleypingu.
Forsíðumyndin er frá 1965 þar sem FERGUSON er í forustunni – FARMALL var ekki alltaf fremstur – og svo sýnist okkur koma tvær FORD vélar.

Hinar myndirnar eru teknar af ljósmyndara Vísis 1963 og smá klausa hér fyrir ofan fylgir með úr blaðinu til útskýringar.

Vél númer tvö er moksturstækin í hæstu stillingu, svona í haushæð þeirra sem eru í vagninum fyrir framan.
Eins gott að bremsurnar héldu!

Það er greinilegt að þessi hópakstur í Hlíðunum hefur vakið mikla athygli a.m.k. strákanna sem hafa fylgt lestinni hlaupandi og á hjólunum sínum.
Þetta var meðan börn léku sér enn úti og eltu meira segja vegheflana sem örsjaldan sáust á holóttum malargötum Reykkjavíkurborgar!

Secured By miniOrange