Nú eiga menn að borga árgjaldið sitt – 3000 krónur

Jæja félagar, þá er kominn tími til að að gera skil á árgjaldinu fyrir 2017. Það er óbreytt frá fyrri árum, 3.000 krónur.
Auk þess að skipuleggja fundi og ferðir er Fergusonfélagið menningarfélag sem stuðlar að ýmsum góðum hlutum.

Fergusonfélagið hefur látið gera upp og gefið muni á Landbúnaðarsafnið og fært safninu peningagjöf.Á síðasta aðalfundi var svo samþykkt að styrkja samgönguminjasafnið á Ystafelli um 300.000 krónur. Sverrir safnstjóri á Ystafelli var ákaflega þakklátur þegar honum bárust tíðindin.
Fergusonfélagið er og getur orðið enn öflugra félag eigenda og áhugamanna um eldri dráttarvéla og sögu þeirra.

Ekki er sendur út greiðsluseðill heldur borga menn sjálfir sitt árgjald á netbanka sínum eða gera sér ferð í bankaútibúið sitt með eftirfarandi upplýsingar á blaði:

Árgjald fyrir 2017 er 3.000 kr.

Bankareikningur 1110 – 15 – 200640

Kennitalan er 610510-0190

Það er ágætt að senda tilkynningu til Sigga Skarp gjaldkera félagsins um leið og greitt er á netfangið hans: traktor@simnet.is
Nú er bara að borga sem fyrst og losna við þann kostnað sem bætist við þegar ógreidd árgjöld eru send í bankann til innheimtu.

Secured By miniOrange