Fundur n.k. þriðjudagskvöld 7. mars – Ingimundur fræðir okkur um John Deere

kki bara Ferguson og MF í Fergusonfélaginu!
Nú er komin röðin að “DÍRNUM” hans Ingimundar Benedikssonar frá Staðarbakka. Hann segir frá vélinni sinni á fundinum á þriðjudagskvöldið.

Næsti fundur okkar dráttarvélaáhugamanna verður í kaffistofunni hjá EFLU á þriðjudagskvöldið þann 7. mars klukkan 20. Þar mun Húnvetningurinn Ingimundur Benediktsson frá Staðarbakka segja okkur frá John Deere traktor sem hann gerði listilega vel upp fyrir nokkrum árum.
Svo verður okkar ítarlega kaffihlé að venju og kannski eitthvað fleira til fróðleiks.

Hér Ingimundur við “Dírinn” þar sem vélin var í “hvíldarinnlögn” á Hvanneyri 2014.

Fundurinn er að sjálfsögðu opinn öllum áhugamönnum um gamlar dráttarvélar svo endilega bjóðið þeim með ykkur sem kynnu að hafa áhuga á fundarefninu eða hitta hina “traktorskallana”.

Secured By miniOrange