1 day ago

Fergusonfélagið

Í fundargerð aðalfundar Fergusonfélagsins er minnst á tveggja ljáa Busatis-sláttuvél frá sirka 1983. Hafa sumir undrast þá árgerð og jafnvel dregið í efa að rétt sé. Það er nú samt sem áður svo þó undarlegt sé, tæpum 20 árum eftir að fyrst er minnst á þær en það var í dagblaðinu Degi á Akureyri 12. september 1962 þegar sagt er frá búvélasýningu sem Dráttarvélar hf héldu þar 7. þess mánaðar: timarit.is/view_page_init.jsp?issId=205266&pageId=2654888&lang=is&q=busatis
Þá hafði svona vél verið í prófun á Hvanneyri um sumarið og fengið góða dóma sem sagt er frá í Morgunblaðinu í apríl 1964. Hennar er þó getið í prófunarskýrslu 1963. Það virðist þó ekki hafa verið farið að selja þær fyrr en árið 1966 saman ber þetta yfirlit sem ég vann úr auglýsingum sem ég fann á timarit.is.
1962 Kynnt á búvélasýningu 7. sept. 1962 á Akureyri (Dagur 12. sept. 1962)
1963. Skýrsla Verkfæranefndar Ríkisins á Hvanneyri 1963
1964: Morgunblaðið segir frá því að hún hafi verið prófuð hjá Verkfæranefnd (Mbl 17 apr. 1964)
1965: Ekki minnst á vélina
1966: Ein augl. í Tímanum 9. júní 1966 eina finnanlega augl. það ár
1967: Fjórar augl í Tímanum það sumar
1968: Fjórar augl og frásögn að auki v. landbúnaðarsýningar, síðan ekki meira augl.
1981: BM 11 02 prófuð á Hvanneyri
Um það leiti sem farið er að selja tveggja ljáa sláttuvélarnar af einhverju ráði árið 1966 var fyrsta PZ sláttuþyrlan prófuð á Hvanneyri. Þarf ekki að orðlengja það að sláttuþyrlurnar tóku fljótlega yfir markaðinn saman ber þetta yfirlit:
1966: PZ sláttuþyrla prófuð á Hvanneyri
1967: Sagt frá sláttuþyrlum fimm sinnum í blöðum sem nýung
1968: Sagt tvisvar frá þeim sem nýung
1969: PZ sláttuþyrlan auglýst fjórum sinnum, aðrar ekki
1970: Þá eru sláttuþyrlurnar alsráðandi í sláttuvélaauglýsingum, Fella og Fahr auk PZ
Þetta er ekki ítarleg rannsókn sem ég gerði, tekið saman úr auglýsingum sem ég fann á timarit.is.
En hvað kom til að tveggja ljáa sláttuvél er send til prófunar aftur tæpum 20 árum eftir að þær voru fyrst prófaðar og allir búnir að gleyma greiðusláttuvélum. Upphaflegu tveggja ljáa Busatis sláttuvélarnar höfðu gerðar heitið BM 324 KW en þær seinni BM 11 02. Eini munurinn sýnist mér vera sá að þær eldri voru með tvær hlaupastelpur niður á ljáina, en þær yngri eru með hjámiðjudrif á innri skónum sem tengist ljáunum tveim og er reimdrifið frá aflúrtaksdrifskaftinu.
Kannski er orðið of seint að spyrja þessarar spurningar
...

Í fundargerð aðalfundar Fergusonfélagsins er minnst á tveggja ljáa Busatis-sláttuvél frá sirka 1983. Hafa sumir undrast þá árgerð og jafnvel dregið í efa að rétt sé. Það er nú samt sem áður svo þó undarlegt sé, tæpum 20 árum eftir að fyrst er minnst á þær en það var í dagblaðinu Degi á Akureyri 12. september 1962 þegar sagt er frá búvélasýningu sem Dráttarvélar hf héldu þar 7. þess mánaðar: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=205266&pageId=2654888&lang=is&q=busatis
Þá hafði svona vél verið í prófun á Hvanneyri um sumarið og fengið góða dóma sem sagt er frá í Morgunblaðinu í apríl 1964. Hennar er þó getið í prófunarskýrslu 1963. Það virðist þó ekki hafa verið farið að selja þær fyrr en árið 1966 saman ber þetta yfirlit sem ég vann úr auglýsingum sem ég fann á timarit.is. 
1962 Kynnt á búvélasýningu 7. sept. 1962 á Akureyri (Dagur 12. sept. 1962)
1963. Skýrsla Verkfæranefndar Ríkisins á Hvanneyri 1963 
1964: Morgunblaðið segir frá því að hún hafi verið prófuð hjá Verkfæranefnd (Mbl 17 apr. 1964)
1965: Ekki minnst á vélina
1966: Ein augl. í Tímanum 9. júní 1966 eina finnanlega augl. það ár
1967: Fjórar augl í Tímanum það sumar
1968: Fjórar augl og frásögn að auki v. landbúnaðarsýningar, síðan ekki meira augl.
1981: BM 11 02 prófuð á Hvanneyri 
Um það leiti sem farið er að selja tveggja ljáa sláttuvélarnar af einhverju ráði árið 1966 var fyrsta PZ sláttuþyrlan prófuð á Hvanneyri. Þarf ekki að orðlengja það að sláttuþyrlurnar tóku fljótlega yfir markaðinn saman ber þetta yfirlit:
1966: PZ sláttuþyrla prófuð á Hvanneyri 
1967: Sagt frá sláttuþyrlum fimm sinnum í blöðum sem nýung
1968: Sagt tvisvar frá þeim sem nýung
1969: PZ sláttuþyrlan auglýst fjórum sinnum, aðrar ekki
1970: Þá eru sláttuþyrlurnar alsráðandi í sláttuvélaauglýsingum, Fella og Fahr auk PZ
Þetta er ekki ítarleg rannsókn sem ég gerði, tekið saman úr auglýsingum sem ég fann á timarit.is.
En hvað kom til að tveggja ljáa sláttuvél er send til prófunar aftur tæpum 20 árum eftir að þær voru fyrst prófaðar og allir búnir að gleyma greiðusláttuvélum. Upphaflegu tveggja ljáa Busatis sláttuvélarnar höfðu gerðar heitið BM 324 KW  en þær seinni BM 11 02. Eini munurinn sýnist mér vera sá að þær eldri voru með tvær hlaupastelpur niður á ljáina, en þær yngri eru með hjámiðjudrif á innri skónum sem tengist ljáunum tveim og er reimdrifið frá aflúrtaksdrifskaftinu.
Kannski er orðið of seint að spyrja þessarar spurningarImage attachment

5 days ago

Fergusonfélagið

Aðalfundur Fergusonfélagsins 2019

var haldinn 5. febrúar í nýjum matsal Eflu að Lunghálsi 4. Það var leiðindaveður þennan dag og fundarmenn bara rétt tæplega 30. Guðmundur á Reykjum var fundarstjóri og síðustjórinn tók að sér fundarritun.
Í félaginu eru 260 félagar og félagsgjaldið kr 3000 á mann. Á síðasta aðalfundi (2018) lét Jón Ingimundur Jónsson af formennsku og tók Þór Marteinsson við keflinu en Hilmar Össurarson var kosinn ritari í stað Þórs.
Þór gerði grein fyrir störfum félagsins á árinu 2018 og sýndi um leið fjölmargar myndir með máli sínu.
Á síðasta aðlfundi var samþykktur 300.000 króna styrkur til Búminjasafnsins í Lindabæ og var hópferð í júníbyrjun til að afhenda styrkinn formlega og fleiri félagar að norðan bættust þar við. Í mars sagði Þór frá ferð þeirra Sigga Skarp austur í Mjóafjörð 2016 eða 2017 til að sækja tvær aftaní tengdar Búsatis-sláttuvélar frá sirka 1983 og er Sigga vél nú máluð og flott enda fékk Þór leiðbeininga bækling á þýsku en Siggi á ensku!
Í apríl sagði Hilmar ritari frá vélum, tækjum og alla vega fólki fyrir vestan, lífleg frjásögn hjá honum.
Eins og undanfarin ár heimsóttum við Fornvélasetrið í Blikastaðafjósi í byrjun maí og gestafjöldinn vex ár frá ári en menn voru líka hvattir til að líta við þarna uppfrá því oft væru félagar að dytta að vélum sínum.
Við vorum ekki á Fjöri í Flóa að þessu sinni enda úrhelli og leiðinda veður þar eystra.
Svo kom Hvanneyrarhátíðin í júli þar sem minnst var 100 ára sögu dráttarvéla á Íslandi. Sótt var um styrk til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og fengust 700.000 kr. til að flytja vélar úr Reykjavík og frá Akureyri. Búsögumenn þar komu með sjaldséðar vélar og alveg sérstakar sumar og vöktu mikla athygli og flutti Þór Sigurði formanni Búsögu þakkir fyrir þeirra þátt.
Stjarna hátíðarinna var samt sennilega CENTAUR dráttarvél frá 1934. Kristjáni Bjartmarssyni tóks að koma gripnum í gang, daginn fyrir sýninguna og tók svo nokkra ökurispur fyrir samkomugesti á Hvanneyri.
Tungubakkamótið (Wings and Wheels) var svo í lok ágúst en Fergusonfélagið er einn framkvæmdaaðila mótsins. Margir mættu með vélar og flestum var ekið í hópakstrinum inn í Mosfellsbæ og allar skiluðu sér aftur.
Allt gekk vel, veðrið einstaklega gott og mannfjöldi mikill.
Þá var komið að annarri utanlandsferð félagsins, nú til Englands í samvinnu við Bændaferðir undir stjórn Árna Snæbjörnssonar. Fergusonsafn Fergusonættarinnar var skoðað og tvisvar farið á traktorsýningu og svo ýmislegt menningartengt skoðað í leiðinni. Vel hepnuð ferð sem var öllum sóma.
Í nóvember sýndi ég (Ragnar Jónasson) myndir teknar í ferðinni en desemberfundurinn var með þeim Guðmundi Jónssyni á Reykjum og Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri. Guðmundur skýrði mynd sem Ræktunarsamband Kjalarnesþings lét útbúa 1950-1955 en Bjarni fræddi okkur um jarðvinnslu og ræktun, einkum notkun brotplóga og tætara upp úr miðri síðustu öld.
E.t.v efni sem nýta mætti á fundum út um land.
Að loknu kaffihléi gerði Sigurður Skarphéðinsson grein fyrir reikningum félagsins og er eign þess í banka um 1.341.000 og vörubirgðir um 84.000. Staðan er því góð.
Skýrsla formanns og reikningar voru svo samþykkt/samþykktir samhljóða.
Árgjald næsta árs verður óbreytt kr. 3.000-
Þór Marteinsson gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarstarfa í bili þar sem hann hefur tekið við starfi þjónustustjóra hjá KIA en vill vera á hliðarlínunni til aðstoðar við öll góð verk
Jón Ingimundur var svö kjörinn formaður og öðlaðist því aftur titilinn: "Jón forseti".
Á þessu ári eru 70 ár síðan fyrstu Fergusonarnir og fylgihluta þeirra voru sýndir að Keldum við Reykja (13. maí 1949) og þurfum við að minnast þess á verðugan hátt á a´rinu en það er vitað að Búsögumenn ælta líka að minnast Grána á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í ágúst n.k. og kannski efnum við til hópferðar á dráttarvélum norður Kjöl til að samfagna þeim?
Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir um afmælishaldið, endilega komið þeim á framfæri við stjórnarmenn.
...

Aðalfundur Fergusonfélagsins 2019

var haldinn 5. febrúar í nýjum matsal Eflu að Lunghálsi 4. Það var leiðindaveður þennan dag og fundarmenn bara rétt tæplega 30. Guðmundur á Reykjum var fundarstjóri og síðustjórinn tók að sér fundarritun.
Í félaginu eru 260 félagar og félagsgjaldið kr 3000 á mann. Á síðasta aðalfundi (2018) lét Jón Ingimundur Jónsson af formennsku og tók Þór Marteinsson við keflinu en Hilmar Össurarson var kosinn ritari í stað Þórs.
Þór gerði grein fyrir störfum félagsins á árinu 2018 og sýndi um leið fjölmargar myndir með máli sínu.
Á síðasta aðlfundi var samþykktur 300.000 króna styrkur til Búminjasafnsins í Lindabæ og var hópferð í júníbyrjun til að afhenda styrkinn formlega og fleiri félagar að norðan bættust þar við. Í mars sagði Þór frá ferð þeirra Sigga Skarp austur í Mjóafjörð 2016 eða 2017 til að sækja tvær aftaní tengdar Búsatis-sláttuvélar frá sirka 1983 og er Sigga vél nú máluð og flott enda fékk Þór leiðbeininga bækling á þýsku en Siggi á ensku! 
Í apríl sagði Hilmar ritari frá vélum, tækjum og alla vega fólki fyrir vestan, lífleg frjásögn hjá honum.
Eins og undanfarin ár heimsóttum við Fornvélasetrið í Blikastaðafjósi í byrjun maí og gestafjöldinn vex ár frá ári en menn voru líka hvattir til að líta við þarna uppfrá því oft væru félagar að dytta að vélum sínum.
Við vorum ekki á Fjöri í Flóa að þessu sinni enda úrhelli og leiðinda veður þar eystra.
Svo kom Hvanneyrarhátíðin í júli þar sem minnst var 100 ára sögu dráttarvéla á Íslandi. Sótt var um styrk til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og fengust 700.000 kr. til að flytja vélar úr Reykjavík og frá Akureyri. Búsögumenn þar komu með sjaldséðar vélar og alveg sérstakar sumar og vöktu mikla athygli og flutti Þór Sigurði formanni Búsögu þakkir fyrir þeirra þátt.
Stjarna hátíðarinna var samt sennilega CENTAUR dráttarvél frá 1934. Kristjáni Bjartmarssyni tóks að koma gripnum í gang, daginn fyrir sýninguna og tók svo nokkra ökurispur fyrir samkomugesti á Hvanneyri.
Tungubakkamótið (Wings and Wheels) var svo í lok ágúst en Fergusonfélagið er einn framkvæmdaaðila mótsins. Margir mættu með vélar og flestum var ekið í hópakstrinum inn í Mosfellsbæ og allar skiluðu sér aftur.
Allt gekk vel, veðrið einstaklega gott og mannfjöldi mikill.
Þá var komið að annarri utanlandsferð félagsins, nú til Englands í samvinnu við Bændaferðir undir stjórn Árna Snæbjörnssonar. Fergusonsafn Fergusonættarinnar var skoðað og tvisvar farið á traktorsýningu og svo ýmislegt menningartengt skoðað í leiðinni. Vel hepnuð ferð sem var öllum sóma.
Í nóvember sýndi ég (Ragnar Jónasson) myndir teknar í ferðinni en desemberfundurinn var með þeim Guðmundi Jónssyni á Reykjum og Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri. Guðmundur skýrði mynd sem Ræktunarsamband Kjalarnesþings lét útbúa 1950-1955 en Bjarni fræddi okkur um jarðvinnslu og ræktun, einkum notkun brotplóga og tætara upp úr miðri síðustu öld. 
E.t.v efni sem nýta mætti á fundum út um land.
Að loknu kaffihléi gerði Sigurður Skarphéðinsson grein fyrir reikningum félagsins og er eign þess í banka um 1.341.000 og vörubirgðir um 84.000. Staðan er því góð.
Skýrsla formanns og reikningar voru svo samþykkt/samþykktir samhljóða.
Árgjald næsta árs verður óbreytt kr. 3.000-
Þór Marteinsson gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarstarfa í bili þar sem hann hefur tekið við starfi þjónustustjóra hjá KIA en vill vera á hliðarlínunni til aðstoðar við öll góð verk
Jón Ingimundur var svö kjörinn formaður og öðlaðist því aftur titilinn: Jón forseti.
Á þessu ári eru 70 ár síðan fyrstu Fergusonarnir og fylgihluta þeirra voru sýndir að Keldum við Reykja  (13. maí 1949) og þurfum við að minnast þess á verðugan hátt á a´rinu en það er vitað að Búsögumenn ælta líka að minnast Grána á Handverkshátíðinni að Hrafnagili í ágúst n.k. og kannski efnum við til hópferðar á dráttarvélum norður Kjöl til að samfagna þeim?
Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir um afmælishaldið, endilega komið þeim á framfæri við stjórnarmenn.Image attachment

 

Comment on Facebook

Þór fráfarandi formaður í nýju kaffistofunni hjá EFLU. Nokkrir fundarmannanna mættir en ekki allir.

Búsatis sláttuvélar frá 1983? Getur það verið.

Takk fyrir þetta. Ætlaði að koma en flensan leyfði ekki útivist. Dóttursonur ætlaði að mæta í staðinn en lenti í útkalli hjá Kyndli og eyddi kvöldinu og hluta næturinnar við vörslu lokana á Mosfellsheiðir.

Hérna hér, ég er búinn að týna reikningsnúmeri félagsins og kennitölu. Er nokkur til í að annað hvort senda mér það í PM eða setja hér inn?

+ View previous comments

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Það er svo á morgun, þriðjudaginn 5. febrúar sem við höldum aðalfundinn í Fergusonfélaginu, kjósum stjórnarmenn og ákveðum félagsgjaldið.
Svo bíður okkar verkefnið að halda upp á 70 ára afmælissögu Fergusonvélanna á Íslandi. Kannski ber það á góma en allavega er kaffið og meðlætið á sínum stað og allt spjallið við hina félagana.
Við verðum kl. 20:00 í húsi EFLU við Lyngháls 4, svart langt hús á móti Líflandi. Gengið inn á jarðhæðina.

Um að gera að mæta.
...

Það er svo á morgun, þriðjudaginn 5. febrúar sem við höldum aðalfundinn í Fergusonfélaginu, kjósum stjórnarmenn og ákveðum félagsgjaldið. 
Svo bíður okkar verkefnið að halda upp á 70 ára afmælissögu Fergusonvélanna á Íslandi. Kannski ber það á góma en allavega er kaffið og meðlætið á sínum stað og allt spjallið við hina félagana.
Við verðum kl. 20:00 í húsi EFLU við Lyngháls 4, svart langt hús á móti Líflandi. Gengið inn á jarðhæðina.

Um að gera að mæta.

 

Comment on Facebook

Sælir félagar. Við Óli héldum ađalfund í ferju milli Tenerife og Gomera. Ákveðið var að endurkjósa núverandi stjórn þar sem hún hefur staðið sig frábærlega vel. Bestu kveðjur frá Tenerife. Gunnlaugur og Óli

Nú er spurning hjá mér hvort heilsan hefur skánað nægilega til að mæta. Ætli væri ekki í lagi að fela dóttursyni mínum, bifvélavirkjanum Andra Hrafni Árnasyni að mæta fyrir mína hönd ef flensan verður ekki búin að yfirgefa mann?

+ View previous comments

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Þessi mynd er tekin í portinu hjá Dráttarvélum hf á Suðurlandsbraut 32, sennilega á 25 ára afmæli Dráttarvéla 1974. Þarna má þekkja Bjarna Sighvatsson sem þá var sölumaður hjá Dráttarvélum. Hverjum hann er að segja frá ágæti þessarar samstæðu, MF 135u og Claas heyhleðsluvagns væri gaman að vita. Nú í ár væru Dráttarvélar hf 70 ára, ef lifðu. Alla vega styttist í 70 ára tíð Ferguson á Íslandi. ...

Þessi mynd er tekin í portinu hjá Dráttarvélum hf á Suðurlandsbraut 32, sennilega á 25 ára afmæli Dráttarvéla 1974. Þarna má þekkja Bjarna Sighvatsson sem þá var sölumaður hjá Dráttarvélum. Hverjum hann er að segja frá ágæti þessarar samstæðu, MF 135u og Claas heyhleðsluvagns væri gaman að vita. Nú í ár væru Dráttarvélar hf 70 ára, ef lifðu. Alla vega styttist í 70 ára tíð Ferguson á Íslandi.

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Þorrablót Fornbílaklúbbsins:

Þegar við héldum fundinn okkar í húsakynnum Fornbílaklúbbsins í desember s.l. barst það í tal að Fornbílamenn héldu þorrablót í byrjun febrúar.
Rætt var um að Fergusonfélagar kynnu að hafa áhuga á að koma á það enda margir í báðum félögunum.
Ýmissa hluta vegna fórst fyrir að vekja athygli á blótinu hjá okkur en betra er seint en aldrei. Kannski eru til miðar ennþá, sbr meðfylgjandi brot af síðu Fornbílaklúbbsins.
Blótið verður laugardaginn 9. febrúar í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6 og hefst kl. 19:00.
Miðinn kostar 9.500 kr. fyrir þá sem ekki eru í Fornbílaklúbbnum (það er þá það verð sem Fergusonfélagsmenn þurfa að greiða) en Fornbílaklúbburinn niðurgreiðir miðana fyrir sína félagsmenn svo þeir borga 6.500 kr.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja blótið geta haft samband gegnum netfangið fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195
...

Þorrablót Fornbílaklúbbsins:

Þegar við héldum fundinn okkar í húsakynnum Fornbílaklúbbsins í desember s.l. barst það í tal að Fornbílamenn héldu þorrablót í byrjun febrúar.
Rætt var um að Fergusonfélagar kynnu að hafa áhuga á að koma á það enda margir í báðum félögunum.
Ýmissa hluta vegna fórst fyrir að vekja athygli á blótinu hjá okkur en betra er seint en aldrei. Kannski eru til miðar ennþá, sbr meðfylgjandi brot af síðu Fornbílaklúbbsins.
Blótið verður laugardaginn 9. febrúar í sal Ferðafélagsins, Mörkinni 6 og hefst kl. 19:00.
Miðinn kostar 9.500 kr. fyrir þá sem ekki eru í Fornbílaklúbbnum (það er þá það verð sem Fergusonfélagsmenn þurfa að greiða) en Fornbílaklúbburinn niðurgreiðir miðana fyrir sína félagsmenn svo þeir borga 6.500 kr.
Þeir sem hafa áhuga á að sækja blótið geta haft samband gegnum netfangið fornbill@fornbill.is eða í síma 895 8195
Load more