Leturstærð

Ferguson-Félagið

Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudagskvöldið 1. nóvember

Jæja félagar, þá er vetrarstarfið að hefjast af krafti. Fyrsti fundurinn verður í kaffistofunni hjá EFLU að Höfðabakka 9 þriðjudagskvöldið þann 1. nóvember kl. 20:00. Þar mun Þór Marteins ritari okkar fræða okkur um Peter Warr.

 

Haustferðin laugardaginn 8. október n.k.

Nú eigið þið félagar góðir að hafa fengið tölvupóst um ferðina á laugardaginn og væntanlega búnir að skrá ykkur hjá Sigga Skarp. Æ fleiri eru inni á Facebook og því eru fréttir frá félagið að færast meira þangað.

 

Hópferð austur fyrir fjall 8. október n.k.

Jæja félagar, þá förum við að hefja vetrarstarfið.   Fyrst á dagskrá vetrarins er haustferðin okkar. Að þessu sinni er það hópferð austur fyrir fjall laugardaginn 8. október n.k.

 

Nýjustu umsagnir

Frá félaginu

Dagskrá Fergusonfélagsins næstu mánuði.

Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20 í kaffistofu EFLU eins og oftast.
Desemberfundurinn verður ekki haldinn fyrsta þriðjudag í desember eins og til stóð - nánar auglýst síðar.

Árgjaldið fyrir 2016 er  3.000 krónur eins og í fyrra og hittifyrra. Vinsamlegast greiðið inn á reikning félagsins, 1110 – 15 – 200640 , kt. 610510-0190 .   Ógreidd árgjöld þann 1. maí n.k. voru sett í bankainnheimtu og því fygir viðbótarkostnaður.

Smelltu á facebookmerkið hér fyrir ofan og þú getur sett inn efni tengt Ferguson og elstu gerðum af Massey Ferguson.
Endilega látið þið frá ykkur heyra.

Smelltu á myndina og fylgstu með heimasíðu Landbúnaðarsafnsins:Fergusonbolir á börn og fullorðna fást hjá Sigurði galdkera.  Siggi selur líka Fergusonkönnurnar sem allir Fergusonkallar vilja drekka kaffið sitt úr með Fergusonhúfu á höfðinu!


Notendur