Leturstærð

Ferguson-Félagið

Jólafundurinn mánudaginn 12. desember

Þá er komið að desemberfundi okkar Fergusonfélaga  en hann verður núna n.k. mánudag þ. 12 desember á venjulegum fundarstað hjá Verkfræðistofunni Eflu að Höfðabakka 9, efstu hæð og hefst kl. 20:00.

 

Búsögudagatalið 2017 komið út

Nú er hið árlega dagatal Búsögu, búnaðarsögusafns Eyjafjarðar komið út. Nú er þemað hjá þeim landbúnaðarvélar. Eins og undanfarin á er Fergusonfélagið með þau í umboðssölu. Eintakið kostar eins og áður kr. 1.500.

 

Nú hefur síðan verið 10 ár í loftinu

Ótrúlegt hvað tíminn flýgur hratt. Þessi síða Fergusonfélagsins hefur verið í loftinu í tíu ár. Fyrsta innsetningin var 6. nóvember 2006 en Fergusonfélagið var svo stofnað formlega ári síðar eða í desember 2007.

 

Nýjustu umsagnir

Frá félaginu

Dagskrá Fergusonfélagsins næstu mánuði.

Desemberfundurinn verður ekki haldinn fyrsta þriðjudag í desember eins og til stóð heldur mánudaginn 12. desember og að sjálfsögðu í kaffistofunni hjá EFLU í Höfðabakkanum.

Árgjaldið fyrir 2016 er  3.000 krónur eins og í fyrra og hittifyrra. Vinsamlegast greiðið inn á reikning félagsins, 1110 – 15 – 200640 , kt. 610510-0190 .   Ógreidd árgjöld þann 1. maí n.k. voru sett í bankainnheimtu og því fygir viðbótarkostnaður.

Smelltu á facebookmerkið hér fyrir ofan og þú getur sett inn efni tengt Ferguson og elstu gerðum af Massey Ferguson.
Endilega látið þið frá ykkur heyra.

Smelltu á myndina og fylgstu með heimasíðu Landbúnaðarsafnsins:Fergusonbolir á börn og fullorðna fást hjá Sigurði galdkera.  Siggi selur líka Fergusonkönnurnar sem allir Fergusonkallar vilja drekka kaffið sitt úr með Fergusonhúfu á höfðinu!


Notendur