3 days ago

Fergusonfélagið

Stundum gleymist eitt og annað í amstri dagsins. Það á t.d. við um mynd af stækkuðu myndinni sem Fergusonfélagið færði Landbúnaðarsafninu af Akranestraktornum. Sú vél var náttúrulega tilefni hátíðarhaldanna á Hvanneyri.
Myndin var sett upp á gaflinn á "gamla verkstæðinu" sem nú hýsir bar.
Við stækkuðum upp örlitla mynd út út annari mynd en kannski getur einhver sent okkur stærri og betri mynd af Avery vélinni þarna á veggnum.
Það væri vel þegið.
...

Stundum gleymist eitt og annað í amstri dagsins.  Það á t.d. við um mynd af stækkuðu myndinni sem Fergusonfélagið færði Landbúnaðarsafninu af Akranestraktornum. Sú vél var náttúrulega tilefni hátíðarhaldanna á Hvanneyri.
Myndin var sett upp á gaflinn á gamla verkstæðinu sem nú hýsir bar.
Við stækkuðum upp örlitla mynd út út annari mynd en kannski getur einhver sent okkur stærri og betri mynd af Avery vélinni þarna á veggnum.
Það væri vel þegið.

 

Comment on Facebook

Kveikjan úr þessum traktor er var veit á byggaðsafninu á Akranesi

+ View previous comments

6 days ago

Fergusonfélagið

Væri ekki við hæfi að bæta inn fleiri myndum frá Hvanneyri? ...

6 days ago

Fergusonfélagið

Á síðu Landbúnaðarsafnsins er smá pistill frá safnstjóranum Ragnhildi Helgu Jónsdóttur: ...

Á síðu Landbúnaðarsafnsins er smá pistill frá safnstjóranum Ragnhildi Helgu Jónsdóttur:

 

Comment on Facebook

Við Fergusonfélagar þökkum hlý orð.

+ View previous comments

1 week ago

Fergusonfélagið

Það sem vakti einna mesta athygli á Hvanneyrarhátíðinni var gangsetning og akstur Centaur vélarinnar sem Kristján Bjartmarsson hefur verið að gera upp. ...

 

Comment on Facebook

Það sýnir sig hvað eftir annað að það margborgar sig að gera þessi gömlu tæki gangfær og heil að nýju.

+ View previous comments

1 week ago

Fergusonfélagið

Góða skemmtun á Hvanneyrarhátíð 2018:

Eiginlega er hringgangur um svæðið. Fyrst er að skoða myndina af Akaranestraktornum - fyrstu dráttarvél landsins á gaflinum á Gamla verkstæðinu. Gamlar vélar bíða svo skoðunar á hlaðinu við Halldórsfjós. Þá væri réttast að labba í gegnum Ullarselið og Landbúnaðarsafnið, ganga niður stigann og skoða fleiri vélar þar og "Fergusonsystemið" sem Siggi Skarp fór höndum um. Þá er tímabært að fara þar út undir bert loft og aftur inn í kjallarann aðeins nær kirkjunni og skoða dót í geymslum þar. Fríska loftið, kannski með smá úða, bíður utandyra og næst væri tilvalið að ganga fram fyrir kirkjuna og að Gamla skólanum en þar verða Búsaga og Fergusonfélagið með kynningu á félögunum og einhverjar myndir og gamlar dráttarvéla- og jeppaauglýsingar.
Í Leikfimihúsinu er basar, alveg upplagt að skoða sölumuni og jafnvel kaupa en kíkja svo í Skemmuna og fá sér hressingu.
Þá er nú kominn tími til að labba til baka og ganga úr skugga um að búið sé að skoða allar vélarnar en samt er ein eftir ekki í augsýn fyrir neðan gamla safnið, sjálfur ÞÚFNABANINN í bárujárnsskúrnum sínum. Handan hans er svo ein "Katan" hans Hauks Júl, CAT D2, önnur tveggja sem kom til landsins ca 1948 (?).
Hringnum er svo lokað með því að ganga upp með gamla verkstæðinu að Halldórsfjósi.
...

Góða skemmtun á Hvanneyrarhátíð 2018:

Eiginlega er hringgangur um svæðið. Fyrst er að skoða myndina af Akaranestraktornum - fyrstu dráttarvél landsins á gaflinum á Gamla verkstæðinu. Gamlar vélar bíða svo skoðunar á hlaðinu við Halldórsfjós.  Þá væri réttast að labba í gegnum Ullarselið og Landbúnaðarsafnið, ganga niður stigann og skoða fleiri vélar þar og Fergusonsystemið sem Siggi Skarp fór höndum um. Þá er tímabært að fara þar út undir bert loft og aftur inn í kjallarann aðeins nær kirkjunni og skoða dót í geymslum þar. Fríska loftið, kannski með smá úða, bíður utandyra og næst væri tilvalið að ganga fram fyrir kirkjuna og að Gamla skólanum en þar verða Búsaga og Fergusonfélagið með kynningu á félögunum og einhverjar myndir og gamlar dráttarvéla- og jeppaauglýsingar.
Í Leikfimihúsinu er basar, alveg upplagt að skoða sölumuni og jafnvel kaupa en kíkja svo í Skemmuna og fá sér hressingu.
Þá er nú kominn tími til að labba til baka og ganga úr skugga um að búið sé að skoða allar vélarnar en samt er ein eftir ekki í augsýn fyrir neðan gamla safnið, sjálfur ÞÚFNABANINN í bárujárnsskúrnum sínum. Handan hans er svo ein Katan hans Hauks Júl, CAT D2, önnur tveggja sem kom til landsins ca 1948 (?).
Hringnum er svo lokað með því að ganga upp með gamla verkstæðinu að Halldórsfjósi.
Load more