1 day ago

Fergusonfélagið

"Kóngur vill sigla" en "Siggi vill selja".

Svartir Fergusonbolir í stærðunum M, L XL og XXL fást nú hjá Sigga á 2.000 krónur stykkið.
Fergusonhúfurnar eru seldar á sama verði og fást líka hjá Sigga Skarp.
... Sjá meiraSjá minna

Kóngur vill sigla en Siggi vill selja.

Svartir Fergusonbolir í stærðunum M, L XL og XXL fást nú hjá Sigga á 2.000 krónur stykkið. 
Fergusonhúfurnar eru seldar á sama verði og fást líka hjá Sigga Skarp.

Comment on Facebook

6916117

Hvað er símanúmerið hjá Sigga

takk

2 days ago

Fergusonfélagið

Það var víst í einhverju kaupfélagi úti á landi í eina tíð að kaupfélags- eða verslunarstjórinn sagði að það þýddi bara ekki að panta einhverja tiltekna vöru því hún seldist alltaf strax upp.
Þetta var áður en menn fundu upp orðinn veltuhraði og lagerstaða.
Við Fergusonmenn erum nú komnir með þriðju útfærsluna á Fergusonkönnunum því þær fyrri eru uppseldar, veltuhraðinn er svo góður að verðið er aðeins 2.000 krónur stykkið.

Sú fyrsta var grá fyrir örvhenta í sömu stærð og þessi nýja, næsta gerð var stærri með rauðum afmælisskreytingum og slefrönd en þessi nýjasta er jafnstór þeirri fyrstu en fyrir rétthenta, það sjáið þið á haldinu.😀🤔😉😀
Næsta útgáfa verður sjálfsagt með blárri eða grænni skreytingu!
Þið pantið hjá Sigga Skarp (traktor@simnet.is) eða kaupið á næsta fundi.
... Sjá meiraSjá minna

Það var víst í einhverju kaupfélagi úti á landi í eina tíð að kaupfélags- eða verslunarstjórinn sagði að það þýddi bara ekki að panta einhverja tiltekna vöru því hún seldist alltaf strax upp.
Þetta var áður en menn fundu upp orðinn veltuhraði og lagerstaða.
Við Fergusonmenn erum nú komnir með þriðju útfærsluna á Fergusonkönnunum því þær fyrri eru uppseldar, veltuhraðinn er svo góður að verðið er aðeins 2.000 krónur stykkið.

Sú fyrsta var grá fyrir örvhenta í sömu stærð og þessi nýja, næsta gerð var stærri með rauðum afmælisskreytingum og slefrönd en þessi nýjasta er jafnstór þeirri fyrstu en fyrir rétthenta, það sjáið þið á haldinu.😀🤔😉😀
Næsta útgáfa verður sjálfsagt með blárri eða grænni skreytingu!
Þið pantið hjá Sigga Skarp (traktor@simnet.is) eða kaupið á næsta fundi.

Comment on Facebook

Hlynur Steinn Arinbjörnsson

5 days ago

Fergusonfélagið

DJÁSNIÐ

„VÉL ÁN SÖGU ER BARA HÁLF VÉL“
Fergusonfélagið

Þetta er slík vél, fátt er vitað um sögu hennar. Þó er ljóst að „Djásnið hans Ragga í Evru“ er Ferguson TEA 20, bensínvél, sem fór af færibandinu í Banner Lane 28. maí 1955.

Fyrri eigandi var Þórir heitinn Sveinbjörnsson í Lyngási 3 rétt vestan við Hellu. Hann fékk traktorinn eftir lát mágs síns eða svila sem búið hafði niður með Ytri-Rangá. Sá hafði keypt vélina úr Árnessýslunni og átt í stuttan tíma áður er hann lést. Ragnar Jónasson eignaðist svo vélina og þar með er sagan sögð.
Þórir hafði gert vélinni ýmislegt til góða eftir að hann eignaðist hana. Eitt þurfti þó að lagfæra, kælivökvi lak út í olíuna.
Heddið var því tekið af í þeirri von að væri sprungið og lekinn væri þar í gegn. Svo reyndist ekki og því ljóst að leita yrði að sprungum í blokk eða skoða pakkningar undir slífum.

Unnið var að vélinni á Kirkjusandi en þegar þar var allt brotið niður þurfti að geyma hana um stund í gámi hjá Stólpa Gámum í Hafnarfirði.
Eftir að pláss fékkst í Blikastaðafjósi vorið 2017 tókst að fá Kalla Sighvats til að hafa yfirumsjón með verkinu og skipti hann um slífapakkningarnar, höfuðlegur og stangarlegur og kúpplingsdisk fyrst búið var að taka mótorinn frá. Einnig var endi aflúttaksöxulsins renndur og settar nýmóðins plastpakkdósir þar upp á í stað leðurpakkdósarinnar sem lak.
Vélin fór svo aftur í gang á Valentínusardaginn, 14. febrúar 2018, þökk sé Kalla Sighvats.
Nú ætti allt að vera í lagi næstu sextíu árin eða svo!

Með vélinni er til uppgerð BUSATIS sláttuvél, MIL moksturtæki og snjókeðjur. Ný FERGUSON-skúffa frá Bretlandi bíður málningar. Þyngdarsteinn á DJÁSNIÐ er á teikniborðinu og Fergusonlykillinn er í verkfæraboxinu.
... Sjá meiraSjá minna

DJÁSNIÐ

„VÉL ÁN SÖGU ER BARA HÁLF VÉL“ 
                                         Fergusonfélagið

Þetta er slík vél, fátt er vitað um sögu hennar. Þó er ljóst að „Djásnið hans Ragga í Evru“ er Ferguson TEA 20, bensínvél, sem fór af færibandinu í Banner Lane 28. maí 1955. 

Fyrri eigandi var Þórir heitinn Sveinbjörnsson í Lyngási 3 rétt vestan við Hellu. Hann fékk traktorinn eftir lát mágs síns eða svila sem búið hafði niður með Ytri-Rangá. Sá hafði keypt vélina úr Árnessýslunni og átt í stuttan tíma áður er hann lést. Ragnar Jónasson eignaðist svo vélina og þar með er sagan sögð.
Þórir hafði gert vélinni ýmislegt til góða eftir að hann eignaðist hana. Eitt þurfti þó að lagfæra, kælivökvi lak út í olíuna.
Heddið var því tekið af í þeirri von að væri sprungið og lekinn væri þar í gegn. Svo reyndist ekki og því ljóst að leita yrði að sprungum í blokk eða skoða pakkningar undir slífum.

Unnið var að vélinni á Kirkjusandi en þegar þar var allt brotið niður þurfti að geyma hana um stund í gámi hjá Stólpa Gámum í Hafnarfirði.
Eftir að pláss fékkst í Blikastaðafjósi vorið 2017 tókst að fá Kalla Sighvats til að hafa yfirumsjón með verkinu og skipti hann um slífapakkningarnar, höfuðlegur og stangarlegur og kúpplingsdisk fyrst búið var að taka mótorinn frá. Einnig var endi aflúttaksöxulsins renndur og settar nýmóðins plastpakkdósir þar upp á í stað leðurpakkdósarinnar sem lak. 
Vélin fór svo aftur í gang á Valentínusardaginn, 14. febrúar 2018, þökk sé Kalla Sighvats.
Nú ætti allt að vera í lagi næstu sextíu árin eða svo!

Með vélinni er til uppgerð BUSATIS sláttuvél, MIL moksturtæki og snjókeðjur. Ný FERGUSON-skúffa frá Bretlandi bíður málningar. Þyngdarsteinn á DJÁSNIÐ er á teikniborðinu og Fergusonlykillinn er í verkfæraboxinu.

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Á einni vélanna sem er í endurgerð á Blikastöðum voru lyftuarmarnar fastir í efstu stöðu. Það þurfti að lækka þá í "normal" stöðu en ekki endilega að liðka svo mikið hægt væri að lyfta beislinu upp og niður í sífellu.
Kalli Sighvats kann ráð við öllu og hér grípur hann til vogaraflsins. Gott að muna eftir eðlisfræðinni!
Þetta gekk eftir.
... Sjá meiraSjá minna

Á einni vélanna sem er í endurgerð á Blikastöðum voru lyftuarmarnar fastir í efstu stöðu. Það þurfti að lækka þá í normal stöðu en ekki endilega að liðka svo mikið hægt væri að lyfta beislinu upp og niður í sífellu.
Kalli Sighvats kann ráð við öllu og hér grípur hann til vogaraflsins. Gott að muna eftir eðlisfræðinni!
Þetta gekk eftir.

Comment on Facebook

Kalli kann þetta!

Hlaða meiru