Þetta verður svona á Hvanneyri og Tungubökkunum að ári í tilefni þess að 100 ár eru síðan fyrsti traktorinn kom til landsins😊

All Machine Technologies
Tractor Days - All Machine Technologies (Y)
... Sjá meiraSjá minna

All Machine Technologies

Comment on Facebook

Við hlökkum til þegar þú kemur með þinn í Evru

Sigurður Skarphedinsson, geturðu reddað æfingasvæði í Mosfellsdalnum? Er ekki ónotaður golfvöllur rétt hjá þér? Það kann enginn lengur á svona tæki.

Heldurðu að menn verði ekki að fara í HÓPKAUP og biðja það fyrirtæki að útvega einskeraplóga í tíma svo okkur gefist tími til að fægja plógblöðin svo bíti?

4 days ago

Fergusonfélagið

Af því Fergusonfélagið er jú félag áhugamanna og kvenna um allar gerðir traktora er ekki úr vegi að líta aðeins til útlanda og kynna sér málin þar.
Þetta myndband er frá Austurríki og tegundasamsetningin í þessari klúbbferð ar allt önnur en hér hjá okkur.
Þetta er svona kynningarmynd fyrir hópferðina sem meiningin er að fara í. Þið sjáið svo fleiri myndbönd þarna þessu tengt.

www.youtube.com/watch?v=WMfPIc_NAqswww.staritraktor.si
... Sjá meiraSjá minna

Video image

7 days ago

Fergusonfélagið

Það skráðu sig 72 í gestabókina á fundinum í kvöld þar sem Bjarni Guðmundsson sýndi okkur myndir og spjallaði um heyskap og ýmis tæki sem tengjast hey verkun. Bjarni er alltaf skemmtilegur á að hlýða og veit svo mikið um það sem hann fjallar um að mann langar til að vita meira.
Kannski gefst tækifæri til þess því Bjarni vinnur að bók um þetta efni þótt ekki sé nein útgáfudagsetning komin ennþá á hana.
Svo skelltu menn sér í veitingarnar, hittu mann og annan og spjölluðu saman.
Virkilega gott kvöld sem við segjum kannski betur frá aðeins síðar.
... Sjá meiraSjá minna

Það skráðu sig 72 í gestabókina á fundinum í kvöld þar sem Bjarni Guðmundsson sýndi okkur myndir og spjallaði um heyskap og ýmis tæki sem tengjast hey verkun. Bjarni er alltaf skemmtilegur á að hlýða og veit svo mikið um það sem hann fjallar um að mann langar til að vita meira.
Kannski gefst tækifæri til þess því Bjarni vinnur að bók um þetta efni þótt ekki sé nein útgáfudagsetning komin ennþá á hana.
Svo skelltu menn sér í veitingarnar, hittu mann og annan og spjölluðu saman. 
Virkilega gott kvöld sem við segjum kannski betur frá aðeins síðar.

Comment on Facebook

Ekki má gleyma að Ragnar Jónasson fékk formlega viðurkenningu á því vera fyrsti heiðursfélagi Ferguson-félagsins!

Þetta var aldeilis ljómandi góður "hittingur"!

1 week ago

Fergusonfélagið

Það verður svo á þriðjudagskvöldið sem Bjarni mætir á fund hjá okkur, sýnir myndir og spjallar um heyskaparhætti á tuttugustu öldinni.
Fundurinn hefst kl. 20 og verður í Nýsköpunarmiðstöð Íslands að Árleyni 8 í Grafarvogi, norðan í Keldnaholtinu, sjá síðustu myndina hér fyrir neðan.
Síðustjórinn útbjó mót eins og logo MF, skar og bakaði nokkrar piparkökur og "skreytti " sumar til að hafa með kaffinu að erindi Bjarna loknu. Flatkökurnar og hangikjötið á þeim, randalínurnar, kaffið og appelsín og malt vega þyngra í jólakaffi kvöldsins en þessi piparköku leikaraskapur!
... Sjá meiraSjá minna

Það verður svo á þriðjudagskvöldið sem Bjarni mætir á fund hjá okkur, sýnir myndir og spjallar um heyskaparhætti á tuttugustu öldinni.
Fundurinn hefst kl. 20 og verður í Nýsköpunarmiðstöð Íslands  að Árleyni 8 í Grafarvogi, norðan í Keldnaholtinu, sjá síðustu myndina hér fyrir neðan.
Síðustjórinn útbjó mót eins og logo MF, skar og bakaði  nokkrar piparkökur og skreytti  sumar til að hafa með kaffinu að erindi Bjarna loknu. Flatkökurnar og hangikjötið á þeim, randalínurnar, kaffið  og appelsín og malt vega þyngra í jólakaffi kvöldsins en þessi piparköku leikaraskapur!

Comment on Facebook

Ragnar mældi Mf merkið og smíðaði piparkökuform og einhver bakaði og skar út kökur og voru litaðar í Mf lit, og voru á boðstólum á fundinum og voru góðar.Takk Ragnar og kompaní

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Ert þú ekki hagleiksmaður (konur eru líka menn!) á járn og tré og jafnvel rafmagn?
Sóttum þessa hugmynd á síðu FENA.
Sendu okkur svo mynd af þinni útfærslu á þinni tegund því Ferguson er bara ein margra tegunda dráttarvéla á landinu.
Lyftum útilýsingu í jólatíðinni á hærra plan!!
... Sjá meiraSjá minna

Ert þú ekki hagleiksmaður (konur eru líka menn!) á járn og tré og jafnvel rafmagn?
Sóttum þessa hugmynd á síðu FENA.
Sendu okkur svo mynd af þinni útfærslu á þinni tegund því Ferguson er bara ein margra tegunda dráttarvéla á landinu.
Lyftum útilýsingu í jólatíðinni á hærra plan!!
Hlaða meiru