1 day ago

Fergusonfélagið

S.l. fimmtudagskvöld mættum við ca. 30 Fergusonfélagar í kynningu hjá Fossberg í Dugguvoginum. Margvísleg verkfæri voru skoðuð, rætt um tommubolta og tommusnitti en hvað mesta athygli vöktu LED ljósin sem þeir bjóða og nokkrir keyptu sér slík enda góður afsláttur í boði. Þar að auki var happdrætti og fengu nokkrir húfu eða vettlinga en Steindi hreppti Led ljós. Hann ætti því að sjá til við viðgerðirnar!
Svona kynning er nýr þáttur í starfi félagsins.
Kvöldið var notalegt og skemmtilegt og sjálfsagt er að færa FOSSBERG-mönnum þakkir okkar fyrir heimboðið og veitingarnar.
... Sjá meiraSjá minna

S.l. fimmtudagskvöld mættum við ca. 30 Fergusonfélagar í kynningu hjá Fossberg í Dugguvoginum. Margvísleg verkfæri voru skoðuð, rætt um tommubolta og tommusnitti en hvað mesta athygli vöktu LED ljósin sem þeir bjóða og nokkrir keyptu sér slík enda góður afsláttur í boði. Þar að auki var happdrætti og fengu nokkrir húfu eða vettlinga en Steindi hreppti Led ljós. Hann ætti því að sjá til við viðgerðirnar!
Svona kynning er nýr þáttur í starfi félagsins.
Kvöldið var notalegt og skemmtilegt og sjálfsagt er að færa FOSSBERG-mönnum þakkir okkar fyrir heimboðið og veitingarnar.

Comment on Facebook

Grettir Sigurðarson

4 days ago

Fergusonfélagið

Þá er komið að seinni hluta endursagnar erindis Magnúsar Sigsteinssonar sem hann flutti okkur á fundinum á dögunum um sögu og vélvæðingu Blikastaðabúsins.

1957 kom svo ný FE35 dráttarvél að Blikastöðum. Með henni komu Horndraulic ámoksturstæki og Kvernelands heykvísl sem var nýtt til að setja á heyvangnana. Ári síðar kom svo MF35 og með henni Kvernelands heygreip. Allt hefur sitt nafn, þessir tveir traktorar voru nefndir Dísel-Gráni (FE vélin) og Dísel-Rauður (MF vélin).
1965 kom svo Ford 3000 með Select-O-Speed gírkassa sem reyndist bilanagjarn og var því skipt út fyrir MF135 árið 1971.
Magnús á þá vél og FE35 vélina uppgerðar og notar nú við heyskap á Neistastöðum í Flóa sem hann á og hefur hrossin sín þar og stundar þar skógrækt.
Snúningsvélar eru hverjum bónda nauðsynlegar í heyskapnum og nokkrar gerðir voru notaðar á Blikastöðum, t.d. Bautz kambmúgavél, síðar Herkules kambmúgavél sem rakaði og snéri allvel á sléttu túni en var óhentug við að dreifa múguðu heyi.
Múgarnir máttu ekki verða of þykkir við samantekt því bæði varð að passa upp á að hey vefðist ekki um drifsköft jeppanna og að McCormick heyhleðsluvélin aftan í 47 árgerðinni af Ford vörubíl með hliðargrindum eða heyvagni aftan í dráttarvél réði við að koma heyinu upp.
Hjólmúgavélar rökuðu svo vel að hætt var að raka dreifar á túnum með hrífum, þess þurfti ekki.
Fjöltætlan Far KH4 sem kom snemma á Blikastaði var mikil bylting því með henni mátti dreifa svo vel úr múgunum en oft þurfti að múga til að verja heyið rigningu.
Fjölmörg fleiri tæki voru að Blikastöðum t.d. plógur, mykjudreifarari og Howard tætari. Til að hann kæmi að sem mestu gagni var sett lágt drif í Fergusoninn og svo lullað um mýrartúnin og tætt. Jarðvegurinn varð ekki of fínmulinn við þessa tætingu en nokkuð bar á að svo gæti hent við aðrar aðstæður.
Magnús minnist McCormick mykjudreifara með keðjum og þverslám í botni en eftir Landbúnaðarsýninga á Selfossi 1968 kom svo norskur Doffen dreifari sem var notaður í mörg ár en keðjukastdreifari kom svo á búið enn seinna.
Eftir að víragröfur komu til sögunnar voru framræsluskurðir grafnir með þeim og bjuggu gröfumenn þá á Blikastöðum og oft var þar mannmargt. Alltaf voru tveir menn fastir í fjósverkum, aðrir tveir í útivinnu á sumrum og einnig margir sumarstrákar. Túnin voru um 60 ha og beitiland að auki svo Blikastaðalandið er stórt. Beitilandið var einkum framræstar mýrar en óunnar að öðru leyti.
Lengi hefur það verið ljóður á hætti bænda að hugsa lítt um tæki sín og tól. Hlutum var öðru vísi fyrir komið á Blikastöðum því þar voru t.d. allir traktorar geymdir inni á vetrum, ýmist í vélageymslu eða á steyptum brúm sem voru í hlöðum til að auðvelda innsetningu þurrheysins eða til að koma heyi í súrheysgryfjurnar. Sigsteinn faðir Magnúsar hafði haldið áfram að endurnýja og stækka húsakost, bæði fyrir fólk og fénað.
Að mati Magnúsar breyttu hey- og slátturþyrlan hvað mestu í heyöfluninni á Blikastöðum.
Eftir að kúabúskap lauk á Blikastöðum 1972-3 var þar um skeið sumarbeit fyrir 80-90 hross sem voru í eigu Fáksfélaga. Einkum var það eldra fólk sem nýtti sér þá aðstöðu, það gat þá skroppið rétt út fyrir bæinn, litið til hrossa sinna og brugðið sér á bak. Jafnframt keypti Fákur vélbundið hey af ca 30 hekturum og sáu Magnús, Marta kona hans og börn þeirra um þann heyskap en mikil vinna var við þessa heyjun.
Og það kom víst fyrir að kalla þurfti á Sigga Skarp til að kíkja á bindivélina og stilla svo baggarnir kæmu eðlilegir aftur úr henni.
Um skeið var byggrækt á Blikastöðum á 1- 2 hekturum. Kornrækt var á fleiri býlum í nágrenninu og kornbindivél var í sameign nokkurra bænda. Þegar þessari ræktun lauk 1957 var vélin sett í geymslu á vélaloftið og var þar uns hún var gefin á Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri s.l. vor.
Lítil kornmylla var á Blikastöðum en ef vel spratt malaði MR (Mjólkurfélag Reykjavíkur) uppskeruna.

Góður rómur var gerður að erindi og myndum Magnúsar og auðséð að menn könnuðust við fjölmargt af því sem hann sagði frá. Nokkrar fyrirspurnir og umræður urðu að erindinu loknu og var reynt að færa það spjall eftir bestu getu inn í frásögnina.
Engum er þó betur ljóst en ritara þessara orða að alltaf verður eitthvað sem ekki næst niður á blað, misskilst eða gleymist og er Magnús beðinn velvirðingar á því ef svo er.
Ragnar Jónasson.
... Sjá meiraSjá minna

Þá er komið að seinni hluta endursagnar erindis Magnúsar Sigsteinssonar sem hann flutti okkur á fundinum á dögunum um sögu og vélvæðingu Blikastaðabúsins.

1957 kom svo ný FE35 dráttarvél að Blikastöðum. Með henni komu Horndraulic ámoksturstæki og Kvernelands heykvísl sem var nýtt til að setja á heyvangnana. Ári síðar kom svo MF35 og með henni Kvernelands heygreip. Allt hefur sitt nafn, þessir tveir traktorar voru nefndir Dísel-Gráni (FE vélin) og Dísel-Rauður (MF vélin).
1965 kom svo Ford 3000 með Select-O-Speed gírkassa sem reyndist bilanagjarn og var því skipt út fyrir MF135 árið 1971.
Magnús á þá vél og FE35 vélina uppgerðar og notar nú við heyskap á Neistastöðum í Flóa sem hann á og hefur hrossin sín þar og stundar þar skógrækt.
Snúningsvélar eru hverjum bónda nauðsynlegar í heyskapnum og nokkrar gerðir voru notaðar á Blikastöðum, t.d. Bautz kambmúgavél, síðar Herkules kambmúgavél sem rakaði og snéri allvel á sléttu túni en var óhentug við að dreifa múguðu heyi.
Múgarnir máttu ekki verða of þykkir við samantekt því bæði varð að passa upp á að hey vefðist ekki um drifsköft jeppanna og að McCormick heyhleðsluvélin aftan í 47 árgerðinni af Ford vörubíl með hliðargrindum eða heyvagni aftan í dráttarvél réði við að koma heyinu upp.
Hjólmúgavélar rökuðu svo vel að hætt var að raka dreifar á túnum með hrífum, þess þurfti ekki.
Fjöltætlan Far KH4 sem kom snemma á Blikastaði var mikil bylting því með henni mátti dreifa svo vel úr múgunum en oft þurfti að múga til að verja heyið rigningu.
Fjölmörg fleiri tæki voru að Blikastöðum t.d. plógur, mykjudreifarari og Howard tætari. Til að hann kæmi að sem mestu gagni var sett lágt drif í Fergusoninn og svo lullað um mýrartúnin og tætt. Jarðvegurinn varð ekki of fínmulinn við þessa tætingu en nokkuð bar á að svo gæti hent við aðrar aðstæður.
Magnús minnist McCormick mykjudreifara með keðjum og þverslám í botni en eftir Landbúnaðarsýninga á Selfossi 1968 kom svo norskur Doffen dreifari sem var notaður í mörg ár en keðjukastdreifari kom svo á búið enn seinna.
Eftir að víragröfur komu til sögunnar voru framræsluskurðir grafnir með þeim og bjuggu gröfumenn þá á Blikastöðum og oft var þar mannmargt. Alltaf voru tveir menn fastir í fjósverkum, aðrir tveir í útivinnu á sumrum og einnig margir sumarstrákar. Túnin voru um 60 ha og beitiland að auki svo Blikastaðalandið er stórt. Beitilandið var einkum framræstar mýrar en óunnar að öðru leyti.
Lengi hefur það verið ljóður á hætti bænda að hugsa lítt um tæki sín og tól. Hlutum var öðru vísi fyrir komið á Blikastöðum því þar voru t.d. allir traktorar geymdir inni á vetrum, ýmist í vélageymslu eða á steyptum brúm sem voru í hlöðum til að auðvelda innsetningu þurrheysins eða til að koma heyi í súrheysgryfjurnar. Sigsteinn faðir Magnúsar hafði haldið áfram að endurnýja og stækka húsakost, bæði fyrir fólk og fénað.
Að mati Magnúsar breyttu hey- og slátturþyrlan hvað mestu í heyöfluninni á Blikastöðum.
Eftir að kúabúskap lauk á Blikastöðum 1972-3 var þar um skeið sumarbeit fyrir 80-90 hross sem voru í eigu Fáksfélaga. Einkum var það eldra fólk sem nýtti sér þá aðstöðu, það gat þá skroppið rétt út fyrir bæinn, litið til hrossa sinna og brugðið sér á bak. Jafnframt keypti Fákur vélbundið hey af ca 30 hekturum og sáu Magnús, Marta kona hans og börn þeirra um þann heyskap en mikil vinna var við þessa heyjun.
Og það kom víst fyrir að kalla þurfti á Sigga Skarp til að kíkja á bindivélina og stilla svo baggarnir kæmu eðlilegir aftur úr henni.
Um skeið var byggrækt á Blikastöðum á 1- 2 hekturum. Kornrækt var á fleiri býlum í nágrenninu og kornbindivél var í sameign nokkurra bænda. Þegar þessari ræktun lauk 1957 var vélin sett í geymslu á vélaloftið og var þar uns hún var gefin á Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri s.l. vor.
Lítil kornmylla var á Blikastöðum en ef vel spratt malaði MR (Mjólkurfélag Reykjavíkur) uppskeruna.

Góður rómur var gerður að erindi og myndum Magnúsar og auðséð að menn könnuðust við fjölmargt af því sem hann sagði frá. Nokkrar fyrirspurnir og umræður urðu að erindinu loknu og var reynt að færa það spjall eftir bestu getu inn í frásögnina.
Engum er þó betur ljóst en ritara þessara orða að alltaf verður eitthvað sem ekki næst niður á blað, misskilst eða gleymist og er Magnús beðinn velvirðingar á því ef svo er.
                       Ragnar Jónasson.

Comment on Facebook

Það má kannski bæta því við að á Neistastaði komu þrjár dráttarvélar og eru þær allar til. Fyrst Tea 20 bensin ferguson árið 1954 sem er uppgerð og í góðu standi. Nr 2 Massey Ferguson 35X með ámoksturstækjum og er í góðu standi. Kom ca 62-64 Nr 3 var Belarus 4x4 sem kom líklegast árið 1966 og er í döpru standi en þó ofan jarðar.

6 days ago

Fergusonfélagið

Á fyrsta formlega fundi Fergusonfélagsins í vetur þann 7. nóvember s.l. flutti Magnús Sigsteinsson okkur ýmislegt um sögu Blikastaða og vélvæðingu búsins.
Við birtum hér fyrri hluta endursagnar erindis hans. Síðari hlutinn kemur svo fjótlega.

Magnús hóf mál sitt með því að rekja aðeins sögu Blikastaða. Eiginlega rakti hann söguna afturábak. Jörðin er nú í eigu Arion banka en hafði þar áður verið í eigu byggingarfyrirtækja eftir að búskap og síðar heysölu lauk og jörðin var seld. Arion banki keypti svo gamla íbúðarhúsið og útihúsin sem nú hýsa traktora í uppgerð s.l. vor.

Afi Magnúsar Sigsteinssonar, Magnús Þorláksson, kom norðan úr landi og keypti Blikastaði, þetta lélegasta kot í Mosfellssveitinni og hóf þar búskap 1909. Húsakostur var lélegur sem og tún en mýrarnar umhverfis buðu upp á ræktunarmöguleika fyrir framsýnan mann en Magnús hafði fyrr dvalið í Noregi og kynnst ræktun og landbúnaði þar.
Það var ræst fram og svo plægt, herft og slóðadregið með góðum dráttarhestum en þá kunni Magnús alltaf að meta. Það sem helst takmarkaði ræktunina var áburðarskorturinn, einungis búfjáráburður var í boði. Því heyjaði Magnús víða utan búsins til að geta fóðrað fleiri kýr sem gáfu auk mjólkur líka af sér mykju!
Þannig heyjaði hann m.a. úti í Lundey en þá þurfti að flytja allt sjóleiðis og svo austur í Ölfusforum og nýtti þar m.a. tamið naut til dráttar sem hann átti og þá dugði klaufdýrið betur en hófdýrin í bleytunni við að ná heyinu upp á bakkana. Hrossin fluttu heyið hinsvegar heim að Blikastöðum þar til vörubíll leysti þau af hólmi.
Þegar tilbúinn áburður varð fáanlegur varð öll ræktun auðveldari.
Tún stækkuðu, byggt var upp, íbúðarhús stækkað sem og fjós og hlöður og súrheysgryfjur. Gripum fjölgaði og 1923 voru 30 mjólkurkýr í fjósi og áttu eftir að verða enn fleiri áður en yfir lauk.
Magnús Þorláksson lést 1942, þá á 67. aldursári.

Við búinu tóku þá Helga dóttir hans og Sigsteinn Pálsson, gjarnan með 50 – 60 mjólkandi kýr auk geldneytis en þau létu af kúabúskap 1973. Magnús sem er fæddur 1944 tók þátt í hefðbundnum sveitastörfum á Blikastöðum og vann við búskapinn á sumrin eftir að hann hóf skólagöngu.
Sem smápatti var hann látinn stjórna rakstrarvél sem hesti var beitt fyrir. Hann náði því hins vegar ekki að slá tún með hestasláttuvél því þegar hann var 7 ára gamall var hætt að slá með Herkules hestasláttuvélinni og keyptur Massey Harris Pony traktor með sláttuvél. Þessi Pony var skemmtilegur og lyfti greiðunni snöggt og vel, eitthvað annað en Fergusoninn TEA sem kom 1953 með hliðartengda Busatis sláttuvél og miklu hægvirkari vökvadælu.
„Þetta er sko rétt“ heyrðist einhver úti í salnum segja þá.

Fyrr eða 1945-6 hafði Massey Harris 20 komið á búið, mest notaður við drátt en líka við saxblásara í súrheyið enda með reimskífuúttak. Aftan í tengd sláttuvél var til við hann en líkast til var ekki mikil hrifning með hana.
Brátt fjölgaði traktorum og vinnutækjum við þá á búinu og leystu dráttarhestana og hestaverkfærin af hólmi. Í þá daga voru duglegir krakkar oft látin vinna á vélum strax og þeir náðu niður á kúplinguna og bremsuna úr ekilssætinu. Í dag teldu sumir þetta barnaþrælkun en hafa ekki allir bara gott af því að vinna?
Vinnudagurinn var í föstum farvegi, hófst á ákveðnum tíma og lauk alltaf á sama tíma er liðið var á dag nema bjarga þyrfti heyi undan rigningu.
Ávallt var tekið klukkustundarhlé í hádeginu og nutu hrossin þess líka.
Eitt af því sem einkenndi þennan tíma var að öll dreif á túnum var rökuð saman með hrífu í röst og síðan var farið eftir henni með rakstravélinni. Hver tugga var talin dýrmæt. Fyrst voru hestarnir fyrir rakstrarvélinni en síðar var mörgum hestaverkfærunum breytt þannig að tengja mætti þau aftan í bíla eða traktora.
... Sjá meiraSjá minna

Á fyrsta formlega fundi Fergusonfélagsins í vetur þann 7. nóvember s.l. flutti Magnús Sigsteinsson okkur ýmislegt um sögu Blikastaða og vélvæðingu búsins. 
Við birtum hér fyrri hluta endursagnar erindis hans. Síðari hlutinn kemur svo fjótlega.

Magnús hóf mál sitt með því að rekja aðeins sögu Blikastaða. Eiginlega rakti hann söguna afturábak. Jörðin er nú í eigu Arion banka en hafði þar áður verið í eigu byggingarfyrirtækja eftir að búskap og síðar heysölu lauk og jörðin var seld. Arion banki keypti svo gamla íbúðarhúsið og útihúsin sem nú hýsa traktora í uppgerð s.l. vor.

Afi Magnúsar Sigsteinssonar, Magnús Þorláksson, kom norðan úr landi og keypti Blikastaði, þetta lélegasta kot í Mosfellssveitinni og hóf þar búskap 1909. Húsakostur var lélegur sem og tún en mýrarnar umhverfis buðu upp á ræktunarmöguleika fyrir framsýnan mann en Magnús hafði fyrr dvalið í Noregi og kynnst ræktun og landbúnaði þar.
Það var ræst fram og svo plægt, herft og slóðadregið með góðum dráttarhestum en þá kunni Magnús alltaf að meta. Það sem helst takmarkaði ræktunina var áburðarskorturinn, einungis búfjáráburður var í boði. Því heyjaði Magnús víða utan búsins til að geta fóðrað fleiri kýr sem gáfu auk mjólkur líka af sér mykju!
Þannig heyjaði hann m.a. úti í Lundey en þá þurfti að flytja allt sjóleiðis og svo austur í Ölfusforum og nýtti þar m.a. tamið naut til dráttar sem hann átti og þá dugði klaufdýrið betur en hófdýrin í bleytunni við að ná heyinu upp á bakkana. Hrossin fluttu heyið hinsvegar heim að Blikastöðum þar til vörubíll leysti þau af hólmi.
Þegar tilbúinn áburður varð fáanlegur varð öll ræktun auðveldari.
Tún stækkuðu, byggt var upp, íbúðarhús stækkað sem og fjós og hlöður og súrheysgryfjur. Gripum fjölgaði og 1923 voru 30 mjólkurkýr í fjósi og áttu eftir að verða enn fleiri áður en yfir lauk.
Magnús Þorláksson lést 1942, þá á 67. aldursári.

Við búinu tóku þá Helga dóttir hans og Sigsteinn Pálsson, gjarnan með 50 – 60 mjólkandi kýr auk geldneytis en þau létu af kúabúskap 1973. Magnús sem er fæddur 1944 tók þátt í hefðbundnum sveitastörfum á Blikastöðum og vann við búskapinn á sumrin eftir að hann hóf skólagöngu.
Sem smápatti var hann látinn stjórna rakstrarvél sem hesti var beitt fyrir. Hann náði því hins vegar ekki að slá tún með hestasláttuvél því þegar hann var 7 ára gamall var hætt að slá með Herkules hestasláttuvélinni og keyptur Massey Harris Pony traktor með sláttuvél. Þessi Pony var skemmtilegur og lyfti greiðunni snöggt og vel, eitthvað annað en Fergusoninn TEA sem kom 1953 með hliðartengda Busatis sláttuvél og miklu hægvirkari vökvadælu. 
„Þetta er sko rétt“ heyrðist einhver úti í salnum segja þá.

Fyrr eða 1945-6 hafði Massey Harris 20 komið á búið, mest notaður við drátt en líka við saxblásara í súrheyið enda með reimskífuúttak. Aftan í tengd sláttuvél var til við hann en líkast til var ekki mikil hrifning með hana.
Brátt fjölgaði traktorum og vinnutækjum við þá á búinu og leystu dráttarhestana og hestaverkfærin af hólmi. Í þá daga voru duglegir krakkar oft látin vinna á vélum strax og þeir náðu niður á kúplinguna og bremsuna úr ekilssætinu. Í dag teldu sumir þetta barnaþrælkun en hafa ekki allir bara gott af því að vinna?
Vinnudagurinn var í föstum farvegi, hófst á ákveðnum tíma og lauk alltaf á sama tíma er liðið var á dag nema bjarga þyrfti heyi undan rigningu.
Ávallt var tekið klukkustundarhlé í hádeginu og nutu hrossin þess líka. 
Eitt af því sem einkenndi þennan tíma var að öll dreif á túnum var rökuð saman með hrífu í röst og síðan var farið eftir henni með rakstravélinni. Hver tugga var talin dýrmæt. Fyrst voru hestarnir fyrir rakstrarvélinni en síðar var mörgum hestaverkfærunum breytt þannig að tengja mætti þau aftan í bíla eða traktora.

7 days ago

Fergusonfélagið

Dagatal Búsögu 2018 er nú komið suður yfir heiðar og til Sigga Skarp. Í ár kostar það 1800 krónur, dregur kannski dám af ártalinu?
Við verðum með það til sölu á desemberfundi Fergusonfélagsins þann 5. desember n.k. en þeir sem vilja eignast það fyrr geta haft samband við Sigga gegnum netfangið hans, traktor@simnet.is
... Sjá meiraSjá minna

Dagatal Búsögu 2018 er nú komið suður yfir heiðar og til Sigga Skarp. Í ár kostar það 1800 krónur, dregur kannski dám af ártalinu?
Við verðum með það til sölu á desemberfundi Fergusonfélagsins þann 5. desember n.k. en þeir sem vilja eignast það fyrr geta haft samband við Sigga gegnum netfangið hans, traktor@simnet.is

Comment on Facebook

Hvar kaupi ég þetta fyrir norðan. - Í skúrnum hjá Billa?

jötunn vélum ekki posi

1 week ago

Fergusonfélagið

Við rákumst á þessa grein í Bændablaðinu frá því í nóvember 1991. Er ekki sjálfsagt að halda henni til haga? ... Sjá meiraSjá minna

Við rákumst á þessa grein í Bændablaðinu frá því í nóvember 1991. Er ekki sjálfsagt að halda henni til haga?
Hlaða meiru