16 hours ago

Fergusonfélagið

Ágætu félagar.
Þetta sumar hefur verið annasamt en ánægjulegt og félagið tengst þrem hátíðum þar sem Ferguson og MF voru í öndvegi.
Fyrst var það Blikastaðasamkoman, þá Hvanneyrarhátíðin og svo sýning Búsögu að Hrafnagili.
Nú er bara ein samkoma eftir, WINGS AND WHEELS, á flugvellinum á Tungubökkunum í Mosfellsbæ laugardaginn 31. ágúst n.k. Hún er hluti af héraðshátíð þeirra Mosfellsbúa " Í túninu heima".
Fergusonfélagið er einn skipuleggjenda Wings&Wheels og fyrir utan gott veður vantar okkur bara tvennt:
Vélar til að sýna og aka í hringferð inn í Mosfellsbæ og félaga til að aðstoða við umferðarstjórnun og stæðavísun.
Upplagt að koma og sýna stjórnunartakta í rúman klukkutíma og taka kannski barnbörnin með sér og leyfa þeim að leita að karamellunum sem kastað er úr flugvél yfir flugbrautina í lok hátíðarinnar.
Enga feimni - tilkynnið komu traktorsins ykkar og sýnið einnig styrk félagsins með vinnuframlagi ykkar.
Það þarf fleiri til verksins en bara stjórnarmennina!

Vinsamlegast hafið samband við einhvern undirritaðan.

Jón Ingimundur: gamli45@hotmail.com
Siggi Skarp: traktor@simnet.is
Hilmar: kollsvik@simnet.is
Raggi: fergusonfelag@gmail.com
Þór: thormarteinsson@gmail.com

www.facebook.com/tungubakkarwingsandwheels/videos/314500665970263/
...

Ágætu félagar.
Þetta sumar hefur verið annasamt en ánægjulegt og  félagið tengst þrem hátíðum þar sem Ferguson og MF voru í öndvegi.
Fyrst var það Blikastaðasamkoman, þá Hvanneyrarhátíðin og svo sýning Búsögu að Hrafnagili.
Nú er bara ein samkoma eftir, WINGS AND WHEELS, á flugvellinum á Tungubökkunum í Mosfellsbæ laugardaginn 31. ágúst n.k. Hún er hluti af héraðshátíð þeirra Mosfellsbúa  Í túninu heima.
Fergusonfélagið er einn skipuleggjenda Wings&Wheels og fyrir utan gott veður vantar okkur bara tvennt:
Vélar til að sýna og aka í hringferð inn í Mosfellsbæ  og félaga til að aðstoða við umferðarstjórnun og stæðavísun.
Upplagt að koma og sýna stjórnunartakta í rúman klukkutíma og taka kannski barnbörnin með sér og leyfa þeim að  leita að karamellunum sem kastað er úr flugvél yfir flugbrautina í lok hátíðarinnar.
Enga feimni - tilkynnið komu traktorsins ykkar og sýnið einnig styrk félagsins með vinnuframlagi ykkar. 
Það þarf fleiri til verksins en bara stjórnarmennina!

Vinsamlegast hafið samband við einhvern undirritaðan.

Jón Ingimundur: gamli45@hotmail.com
Siggi Skarp:  traktor@simnet.is
Hilmar: kollsvik@simnet.is
Raggi: fergusonfelag@gmail.com
Þór: thormarteinsson@gmail.com

https://www.facebook.com/tungubakkarwingsandwheels/videos/314500665970263/

5 days ago

Fergusonfélagið

Kristján Bjartmarsson fór líka með Centaurinn sem hann hefur verið að lagfæra norður. Það er sagt vel frá vélinni og innflutningi í grein á síðu Búsögu. Við leyfum okkur að vísa ykkur þangað:

www.facebook.com/993159474032143/videos/vb.993159474032143/1749699572004151/?type=2&theater

Búsaga - búnaðarsögusafn Eyjafjarðar
Central Tractor Company í Greenwich, Ohio, hóf framleiðslu Centaurvélanna í kringum 1920. Fyrsta gerðin, Model A, var með eins strokks bensínmótor af gerðinni New Way, 6 ha. Árið 1926 sá Model G dagsins ljós og var sú gerð knúin 10 hestafla tveggja strokka fjórgengis bensínvél frá LeRoi Company í Milwaukee. Þessi dráttarvél var kynnt sem staðgengill hestsins. Þannig samanstendur sjálf dráttarvélin af mótor, beníntank, gírkassa, tveimur drifhjólum úr járni og stýrisbúnaði. Tækið, sem hún dregur, útvegar afturhjólin og ekilssætið. Dráttarvélin gat unnið með margs konar aftanítækjum frá ýmsum framleiðendum, sem hestum hefði annars verið beitt fyrir, t.d. sláttuvél, plóg, herfi eða kerru, svo örfá dæmi séu nefnd. 1929 kom Model 2-G, sem útbúin var með 12 hestafla LeRoi mótor. Sama ár var nafni framleiðandans breytt í Centaur Tractor Corporation. Vélin naut töluverðrar velgengni og var einnig flutt út til annarra land, t.d. til Frakklands, þar sem hún þótti henta til vinnu á vínekrum þar í landi. Um miðjan fjórða áratuginn hóf Centaur Tractor Corporation framleiðslu stærri dráttarvéla með því hefðbundna útliti, sem flestir þekkja, þ.e. með stórum afturhjólum og minni framhjólum (Centaur KV). 1940 var Centaur Corp. keypt af LeRoi Corp., en bæði þessi fyrirtæki eru nú horfin af yfirborði jarðar. Sex dráttarvélar af gerðinni G/2-G voru fluttar til Íslands. Innflytjandi var Finnur Ólafsson frá Fellsenda í Dölum. Þá fyrstu, árið 1927, keypti Jóhannes Reykdal, athafnamaður á Setbergi við Hafnarfjörð. Thor Jensen keypti fjórar fyrir Korpúlfsstaðabúið 1929, en þá síðustu keypti Ingólfur Kristjánsson, bóndi á Jódísarstöðum í Eyjafirði 1934 og var henni beitt fyrir hestasláttuvél af McCormick gerð. Það er þessi vél, sem gerð var upp og sýnd á Hrafnagili. Framleiðslunúmer hennar er GS334525, en úr því má lesa, að vélin var framleidd í mars 1934 og var 525. eintakið framleitt það ár. 1949 eða 1950 eignaðist Sr. Bjartmar Kristjánsson vélina og notaði til sláttu á Mælifelli í Skagafirði, þar sem hann var prestur. Eftir 1960 var vélin lítið notuð og árið 1990 ánafnaði Sr. Bjartmar Þjóðminjasafni Íslands hana og var hún sett í geymslu hjá safninu. Þá var hún ekki gangfær, en heilleg. Árið 2014 falaðist Kristján Bjartmarsson verkfræðingur eftir því við ÞÍ að fá að gera vélina gangfæra á ný og tókust samningar þá um haustið. Vélin skyldi áfram vera í eigu safnsins og ekki greitt fyrir verkið, en safnið aðstoðaði við útvegun þeirra hluta, sem kynni að vanta. Vélin skyldi gerð upp þannig að hún yrði fullkomlega gangfær og nothæf, en ekki þannig að hún liti út sem ný. Málningarskemmdir, ryð, beyglur og aðrar minni háttar kárínur, sem vélin hefði orðið fyrir í áranna rás, skyldu fá að njóta sín. Að verkefninu loknu yrði samstæðan (dráttar­ og sláttuvél) vistuð á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Kristján hefur unnið að verkinu með hléum síðan haustið 2014. Vélin fór í gang 6. júlí 2018, eftir um 50 ára svefn. Daginn eftir var hún til sýnis á Hvanneyri á Hvanneyrardeginum svokallaða, en ýmis atriði voru þá ókláruð og hefur verið unnið að þeim síðan. Gert er ráð fyrir að vélin verði afhent Landbúnaðarsafninu haustið 2019. Kristján. Myndbandið sýnir Sigurð Steingrímsso hjá Búsögu, búnaðarsögusafni, prófa Centaur dráttarvélina.
...

6 days ago

Fergusonfélagið

Þá er lokið þriðju hátíðinni þar sem sem þeir feðgar Ferguson og Massey Ferguson voru í hásæti. Enn er eftir a.m.k. ein sýning að Tungubökkunum í Mosfellsbæ þann 31. ágúst n.k.

Búsögumenn stilltu upp 33 vélum að Hrafnagili. Héðan að sunnan fóru MF25 og MF130, báðar franskar með búsetu á Suðurlandsundirlendinu. Þá fór Ferguson TEF 20 úr Borgarfirðinum og félagið hafði milligöngu um þriðju frönsku vélina, MF30 úr Skagafirði. Ekki má gleyma BMC vélinni hans Sigga Skarp, hún er sú eina á landinu og því gaman að sýna Norðlendingum hana.
Jón Ingimundur (Jón forseti) hefur sett inn margar myndir á hina síðuna okkar
("Fergusonfélags-grúppan" = www.facebook.com/groups/1222746941136920/ )
en auðvitað verða líka að koma inn nokkrar myndir hér.
Þetta er fyrsti skammtur. Skýringar fylgja myndunum.
...

 

Comment on Facebook

Alltaf finnst síðustjóranum gaman að líta í gömul blöð og leita uppi auglýsingar. Hér er auglýsing frá 1962. Við höfum reyndar fjallað eitthvað um þessar gröfusamstæður í fyrndinni en það efni er óaðgengilegt, týnt í glatkistunni, svo sennilega er réttast að reyna fjalla aftur um samstæðurnar næsta vetur.

+ View previous comments

1 week ago

Fergusonfélagið

Nú er Handverkshátíðin að Hrafnagili hafin og Búsögumenn búnir að stilla upp heilum hellingi af vélum.
Sjálfsagt mæta margir "dráttarvélaunnendur" á svæðið en Ferguson og MF á að gera sérlega hátt undir höfði og tók Fergusonfélagið þátt í að aðstoða Búsögumenn með milligöngu um 5 vélagerðir.

En hvernig er að vera "dráttarvélaunnandi"?
Í lesendadálkum Vikunnar 1961 var þessari spurningu varpað upp: "Segðu mér annars, hvernig lýsir þetta sér, að unna dráttarvélum?"
Svari nú hver fyrir sig!
...

Nú er Handverkshátíðin að Hrafnagili hafin og Búsögumenn búnir að stilla upp heilum hellingi af vélum. 
Sjálfsagt mæta margir dráttarvélaunnendur á svæðið en Ferguson og MF á að gera sérlega hátt undir höfði og tók Fergusonfélagið þátt í að aðstoða Búsögumenn með milligöngu um 5 vélagerðir. 

En hvernig er að vera dráttarvélaunnandi? 
Í lesendadálkum Vikunnar 1961 var þessari spurningu varpað upp:  Segðu mér annars, hvernig lýsir þetta sér, að unna dráttarvélum?
Svari nú hver fyrir sig!

2 weeks ago

Fergusonfélagið

MF 130 vélin sem send var norður var sótt á Selfoss á dögunum. Hún sést á myndunum sem fylgja ásamt Jóni forseta á einni þeirra. Ef þið skoðið vel, sést auka fótstig á vélinni.
Þó það eigi nú kannski ekki við kom upp í hugann brot úr gömlum sálmi: "Hann fótstig getur fundið, sem fært sé handa þér."
...

Load more