1 week ago

Fergusonfélagið

Þessi er mætt á Selfoss og bíður eftir Landsmóti Fornbílaklúbbsins sem verður þar haldið um næstu helgi, 23. - 25. júní.
Vélin minnir kannski á Þjóðhátíð í Eyjum þar sem sumir veislugestanna eru komnir í stuð nokkrum dögum fyrir sjálfa hátíðna, þessi vél er allvega byrjuð að "veifa".
Skemmtilegur frágangur á festingu fyrir veifuna eða fána.
... Sjá meiraSjá minna

Þessi er mætt á Selfoss og bíður eftir Landsmóti Fornbílaklúbbsins sem verður þar haldið um næstu helgi, 23. - 25. júní.
Vélin minnir kannski á Þjóðhátíð í Eyjum þar sem sumir veislugestanna eru komnir í stuð nokkrum dögum fyrir sjálfa hátíðna, þessi vél er allvega byrjuð að veifa.
Skemmtilegur frágangur á festingu fyrir veifuna eða fána.

Comment on Facebook

Þakka ummælin Ragnar, en oft var miðað við að vera kominn til Eyja einum til tveimur dögum fyrir húkkaraballið, en það er á fimmtudegi fyrir Þjóðhátíð. Bestu kveðjur, Magnús Flosi Þorlákshöfn.

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Á dögunum þegar farið var að Ystafelli voru margar dráttarvélar eða hluti af dráttarvélum úti á bak við safnið. Þessi var skoðuð af sérstakri athygli þótt ekki væri neitt FEERGUSON merkið á henni.
Því miður þekkjum við ekki til sögu þessarar verklegu vélar en gaman væri ef einhver gæti sent inn eitthvað um hana.
... Sjá meiraSjá minna

Á dögunum þegar farið var að Ystafelli voru margar dráttarvélar eða hluti af dráttarvélum úti á bak við safnið. Þessi var skoðuð af sérstakri athygli þótt ekki væri neitt FEERGUSON merkið á henni.
Því miður þekkjum við ekki til sögu þessarar verklegu vélar en gaman væri ef einhver gæti sent inn eitthvað um hana.

Comment on Facebook

Sverrir skrifaði okkur að pabbi hans hefði fengið þessa vél hér fyrir sunnan hjá einhverjum manni fyrir einum 25-30 árum og trúlega væri hún komin frá hernum. Þeir feðgar settu hana aldrei í gang né áttu nokkuð við hana. Hún er svolítið sérstæð, með bensínmótor, sjálfskipt og á 24 tommu afturfelgum. Ætli það sé ekki rétt hjá Vilhjálmi að þetta sé einhver fyrrverandi flugvallargræja.

Ég giska á að þetta hafi verið einhvers konar flugvallar græja

3 weeks ago

Fergusonfélagið

Eins og þeir sem voru á aðalfundi Fergusonfélagsins muna var samþykkt að styrkja Samgönguminjasafnið Ystafelli um 350.000-
Þar er unnið fjölbreytt og mikilvægt starf og dráttarvélar eru ekki undanskildar.
Stjórn félagsins heimsótti Sverri safnstjóra og afhenti honum gjöfina formlega á vordögum. Það var gaman að koma þarna en ekki var búið að taka gripi út til að stilla upp úti á hlaði því þröngt til myndatöku.
Heimasíða safnsins er: www.ystafell.is/default.asp?sid_id=31320&tre_rod=001%7C002%7C&tId=1
... Sjá meiraSjá minna

Eins og þeir sem voru á aðalfundi Fergusonfélagsins muna var samþykkt að styrkja Samgönguminjasafnið Ystafelli um 350.000-
Þar er unnið fjölbreytt og mikilvægt starf og dráttarvélar eru ekki undanskildar. 
Stjórn félagsins heimsótti Sverri safnstjóra og afhenti honum gjöfina formlega á vordögum. Það var gaman að koma þarna en ekki var búið að taka gripi út til að stilla upp úti á hlaði því þröngt til myndatöku.
Heimasíða safnsins er:  http://www.ystafell.is/default.asp?sid_id=31320&tre_rod=001%7C002%7C&tId=1

Comment on Facebook

Hér er margt að skoða,og vel þess virði 🤓😳

Gott að heyra þetta er frábært safn

Innilegar þakkir fyrir stuðninginn og komuna, svona hjálp og hlýhugur er ómetanlegur!!

3 weeks ago

Fergusonfélagið

Þar fer ekki vel með dráttarvélar að standa óhreyfðar, jafnvel árum saman. Sumir setja ekki einu sinni vélarnar í gang.
Þetta veit hann Albert félagi okkar og því hreyfir hann sínar vélar öðru hverju. Hann er m.a. með gamlan Grána í geymslu í "sparistofunni" að Blikastöðum. Á dögunum, á svipuðum tíma og kúnum var hleypt út í sveitinni, fékk sá grái að fara út undir bert loft og hreyfa sig aðeins.
Mikið voru þeir félagarnir ánægðir með ökutúrinn.
Kannski nokkuð sem fleiri mættu gera.
... Sjá meiraSjá minna

Þar fer ekki vel með dráttarvélar að standa óhreyfðar, jafnvel árum saman. Sumir setja ekki einu sinni vélarnar í gang. 
Þetta veit hann Albert félagi okkar og því hreyfir hann sínar vélar öðru hverju.  Hann er m.a. með gamlan Grána í geymslu í sparistofunni að Blikastöðum. Á dögunum, á svipuðum tíma og kúnum var hleypt út í sveitinni,  fékk sá grái að fara út undir bert loft og hreyfa sig aðeins. 
Mikið voru þeir félagarnir ánægðir með ökutúrinn.
Kannski nokkuð sem fleiri mættu gera.

4 weeks ago

Fergusonfélagið

Á Facebooksíðunni hans Eiríks Sigurðssonar sem á Rússuna, sem þið þekkið orðið nokkur deili á svo oft höfum við birt myndir af henni, birtir hann mynd frá slættinum í dag. Og eins og við héldum var það með "Bakkabræðravélinni" Farmall A frá 1948.
Voru sláttuvélarnar á Farmall A ekki aftaní tengdar og þessi þá aðeins lagfærð? Spyr sá sem er ekki fróður um rauðar vélar.
... Sjá meiraSjá minna

Á Facebooksíðunni hans Eiríks Sigurðssonar sem á Rússuna, sem þið þekkið orðið nokkur deili á svo oft höfum við birt myndir af henni, birtir hann mynd frá slættinum í dag. Og eins og við héldum var það með Bakkabræðravélinni Farmall A frá 1948.
Voru sláttuvélarnar á Farmall A ekki aftaní tengdar og þessi þá aðeins lagfærð? Spyr sá sem er ekki fróður um rauðar vélar.
Hlaða meiru