3 days ago

Fergusonfélagið

Ætlum að bæta við örðum skammti af grillhlífum/grindum framan á Ferguson og MF. Enn höldum við okkur við hinn enskumælandi heim en tvær síðustu myndirnar sýna framgrindur á FORD vélum. Þær eru nú skyldar Ferguson!
Svo lítum við Evrópu í síðustu myndaseríunni eftir einhverja daga.
... Sjá meiraSjá minna

Ætlum að bæta við örðum skammti af grillhlífum/grindum framan á Ferguson og MF. Enn höldum við okkur við hinn enskumælandi heim en tvær síðustu myndirnar sýna framgrindur á FORD vélum. Þær eru nú skyldar Ferguson!
Svo lítum við Evrópu í síðustu myndaseríunni eftir einhverja daga.

4 days ago

Fergusonfélagið

Þegar myndir af amerískum Fergusonum eru skoðaðar sést að fjölmargir þeirra eru með grind eða hlíf framan við grillið.
Útfærslan er breytileg og hér sjáum við nokkrar þeirra, sumar örugglega heimagerðar.
... Sjá meiraSjá minna

Þegar myndir af amerískum Fergusonum eru skoðaðar sést að fjölmargir þeirra eru með grind eða hlíf framan við grillið.
Útfærslan er breytileg og hér sjáum við nokkrar þeirra, sumar örugglega heimagerðar.

4 days ago

Fergusonfélagið

... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Svona var auglýst í Samvinnunni 1952.

2 weeks ago

Fergusonfélagið

Til hamingju með nýtt ár og aldarafmæli dráttarvéla á Íslandi.

Seinna á árinu verða 100 ár síðan fyrsta dráttarvélin kom til landsins. Hún gekk undir nafninu „Akraness-traktorinn“ og var frá Bandaríkjunum af tegundinni Avery og kom með Gullfossi 12. ágúst 1918. Þessi dráttarvél brenndi steinolíu, hafði aflgetu upp að 1,6 hestafli, vó 2,5 tonn og gat dregið þrjá plóga. Hún var notuð í þrjú sumur, síðan rifin.
Akraness-traktorinn var notaður til jarðvinnslu og flutninga. Meðal annars var mykju undan kúm eigendanna ekið neðan úr bæ og á tún þeirra sem voru yst í þorpinu. Það var víst mikið sport hjá krökkunum í bænum að sitja fyrir traktornum á bakaleið og sníkja far í útmakaðri mykjukerrunni!

Akranesstraktorinn gekk einnig undir nafninu Gríður. Gríður var skessa úr þjóðsögunum og hefur mönnum þótt við hæfi að þessi afkastamikla vél væri nefnd í höfuðið á slíkri vætti. Var það reyndar algengt í þá tíð að gefa vélum gælunöfn, rétt eins og búfénaði enda leystu þær af hólmi hestinn sem oft hefur verið nefndur dyggasti þjónn mannsins. Dráttarvélar gengu því undir ýmsum nöfnum svo sem Íhalds-Majórinn, Nýi-Gráni, Þorgeirsboli og Ásþór svo eitthvað sé nefnt.

Dráttarvélarnar voru liður í iðnbyltingunni sem varð á Íslandi á 20. öld og vélvæðingu bæði til sveita og í sjávarútvegi. Fram að þeim tíma var verkmenning lítt frábrugðin því sem tíðkast hafði á fyrstu öldum byggðar í landinu. Fyrstu áratugina eftir komu „Akraness-traktorsins“ voru dráttarvélar heldur sjaldséðar á túnum landsins. Hin eiginlega bylting í notkun dráttarvéla á Íslandi byrjaði með lýðveldisárinu 1944. Verulegur skortur á vinnuafli var í sveitum á sama tíma og framleiðslukrafan var orðin mjög hávær. Varð þá eftirspurn eftir dráttarvélum meiri en unnt var að anna.

Kannski deila menn um hvað hafi verið mikilvægasti spónninn í aski íslensku iðnbyltingarinnar. Sigurbjörn Einarsson biskup taldi dráttarvélina ekki mikilvægasta spónninn í aski hennar heldur hefðu gúmmístígvélin verið mesta framför Íslendinga á 20. öld.

Það var líka framför þegar hjóladráttarvélarnar voru settar á gúmmíhjól, nógu slæm voru sætin á traktorunum fram eftir síðustu öld þótt ekki væri ekið á járnhjólum.

Þótt ekki ætti Avery-vélin langa stund að störfum þar á Skaga varð koma hennar upphaf dráttarvélatímans sem enn stendur og hefur nær öllu breytt í íslenskum sveitum. Tímamótin eru því ærið efni til uppáhalds. Við verðum að vona að aldarafmælisins verði minnst í sumar.

(Greinin er samklippt úr nokkrum blaðagreinum í Mbl. og Vísi frá árinu 2008, þar á meðal viðtali við Bjarna á Hvanneyri og af vef Landbúnaðarsafnsins.)
... Sjá meiraSjá minna

Til hamingju með nýtt ár og aldarafmæli dráttarvéla á Íslandi.

Seinna á árinu verða 100 ár síðan fyrsta dráttarvélin kom til landsins.  Hún gekk undir nafninu „Akraness-traktorinn“ og var frá Bandaríkjunum af tegundinni Avery og kom með Gullfossi 12. ágúst 1918. Þessi dráttarvél brenndi steinolíu, hafði aflgetu upp að 1,6 hestafli, vó 2,5 tonn og gat dregið þrjá plóga. Hún var notuð í þrjú sumur, síðan rifin.
Akraness-traktorinn var notaður til jarðvinnslu og flutninga. Meðal annars var mykju undan kúm eigendanna ekið neðan úr bæ og á tún þeirra sem voru yst í þorpinu.  Það var víst mikið sport hjá krökkunum í bænum að sitja fyrir traktornum á bakaleið og sníkja far í útmakaðri mykjukerrunni!

Akranesstraktorinn gekk einnig undir nafninu Gríður. Gríður var skessa úr þjóðsögunum og hefur mönnum þótt við hæfi að þessi afkastamikla vél væri nefnd í höfuðið á slíkri vætti. Var það reyndar algengt í þá tíð að gefa vélum gælunöfn, rétt eins og búfénaði enda leystu þær af hólmi hestinn sem oft hefur verið nefndur dyggasti þjónn mannsins. Dráttarvélar gengu því undir ýmsum nöfnum svo sem Íhalds-Majórinn, Nýi-Gráni, Þorgeirsboli og Ásþór svo eitthvað sé nefnt. 

Dráttarvélarnar voru liður í iðnbyltingunni sem varð á Íslandi á 20. öld og vélvæðingu bæði til sveita og í sjávarútvegi. Fram að þeim tíma var verkmenning lítt frábrugðin því sem tíðkast hafði á fyrstu öldum byggðar í landinu. Fyrstu áratugina eftir komu „Akraness-traktorsins“ voru dráttarvélar heldur sjaldséðar á túnum landsins. Hin eiginlega bylting í notkun dráttarvéla á Íslandi byrjaði með lýðveldisárinu 1944. Verulegur skortur á vinnuafli var í sveitum á sama tíma og framleiðslukrafan var orðin mjög hávær. Varð þá eftirspurn eftir dráttarvélum meiri en unnt var að anna. 

Kannski deila menn um hvað hafi verið mikilvægasti spónninn í aski íslensku iðnbyltingarinnar. Sigurbjörn Einarsson biskup taldi dráttarvélina ekki mikilvægasta spónninn í aski hennar heldur hefðu gúmmístígvélin verið mesta framför Íslendinga á 20. öld. 

Það var líka framför þegar hjóladráttarvélarnar voru settar á gúmmíhjól, nógu slæm voru sætin á traktorunum fram eftir síðustu öld þótt ekki væri ekið á járnhjólum.

Þótt ekki ætti Avery-vélin langa stund að störfum þar á Skaga varð koma hennar upphaf dráttarvélatímans sem enn stendur og hefur nær öllu breytt í íslenskum sveitum. Tímamótin eru því ærið efni til uppáhalds. Við verðum að vona að aldarafmælisins verði minnst í sumar.

(Greinin er samklippt úr nokkrum blaðagreinum í Mbl. og Vísi frá árinu 2008, þar á meðal viðtali við Bjarna á Hvanneyri og af vef Landbúnaðarsafnsins.)

3 weeks ago

Fergusonfélagið

... Sjá meiraSjá minna

Hlaða meiru