Leturstærð

Ferguson-Félagið

Hvað á að gera við gamla dótið? Vilt þú þetta?

Nú er sú stund upprunnin að síðustjórinn þarf að yfirgefa skemmuna sem geymt hefur  DRAGASETRIÐ á Kirkjusandi. Þar skulu byggðar um 300 íbúðir og öll núverandi hús á lóðinni verða rifin. Ýmislegt sem þar er mun síðustjórinn ekki nota.

 

Ný og opnari Facebook-síða og fyrirspurn um kartöfluniðursetningavél af Fergusongerð

Vorum að setja upp þessa nýju FACEBOOK síðu undir nafninu "Fergusonfélags-grúppan".
Hún er öllum opin sem vilja tengast henni. Hver og einn getur sett inn efni, fyrirspurnir og myndir og þetta efni á að vera öllum aðgengilegt

 

Sjónvarpsviðtal við Bjarna á Hvanneyri - sýnt 2017

Án efa er Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri fróðastur manna um vélvæðingu landbúnaðarins á Íslandi. Siggi stormur tók viðtal við hann sem sýnt var á ÍNN.
Við setjum inn slóð á viðtalið svo það sé aðgengilegt áhugamönnum um traktora og jeppa í landbúnaðinNánar

 

Nýjustu umsagnir

Frá félaginu

Dagskrá Fergusonfélagsins á næstunni:

Næsti fundur okkar verður 7. mars 2017 og að sjálfsögðu í kaffistofunni hjá EFLU í Höfðabakkanum.
Fundarefni verður auglýst mjög fljótlega.

Árgjaldið fyrir 2017 er 3.000 krónur eins og í fyrra og hittifyrra.
Smelltu á myndina til hliðar og þú getur  tengst FERGUSONFÉLAGS-GRÚPPUNNI á Facebook. Biddu um aðild og þú getur svo sett inn myndir og tekið þátt í umræðum um gamlar dráttarvélar.
Þessi mynd leiðir þig á eldri Facebook-
síðuna okkar.

Smelltu á og fylgstu með heimasíðu Landbúnaðarsafnsins.

Fergusonbolir á börn og fullorðna fást hjá Sigurði galdkera.  Siggi selur líka Fergusonkönnurnar sem allir Fergusonkallar vilja drekka kaffið sitt úr með Fergusonhúfu á höfðinu!Notendur