7 days ago

Fergusonfélagið

Ertu félagi í Fergusonfélaginu?

Nafn félagsins er kennt við FERGUSON sem var lang algengasta dráttarvélin hérlendis upp úr miðri síðustu öld.
Annað í lögum félagsins er miðað við gamla traktora almennt enda eru eigendur flestra tegunda sem fluttar voru til landsins í félaginu og eins og er þekkt úr Dýrunum í Hálsaskógi þá eru "öll dýrin skóginum vinir".

Það má segja að starfsemin sé í nokkuð föstum farvegi:
"Wings and Wheels" á Tundubökkunum er í lok ágúst en Fergusonfélagið er einn skipuleggjenda hátíðarinnar.
Haustferð í rútu hefur verið vinsæl í október og svo eru almennir félagsfundir um einhver málefni í nóvember og desember. Í febrúar er svo aðalfundurinn og almennir fundir í mars og apríl en í maí höfum við s.l tvö ár heimsótt BLIKASTAÐI þar sem nokkrir kallar eru að gera upp gamla.
Þá hefur félagið komið að samkomunni "FJÖR Í FLÓA" síðustu helgina í maí og sýnt dráttarvélar á LANDSMÓTI FORNBÍLAKLÚBBSINS á Selfossi í júni.
HVANNEYRARDAGUR er haldinn hátíðlegur á hverju sumri og Fergusonfélagið er einn velunnara safnsins. Á næsta ári verður þess minnst að 100 ár verða frá komu Akranesstraktorsins, fyrstu dráttarvélarinnar á Íslandi, og Fergusonfélagið mun koma að þeim hátíðarhöldum.
Félagið hefur einnig styrkt Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri með munum og fjármunum og Samgöngusafnið Ystafelli með peningagjöf.

Viljirðu skrá þig í Fergusonfélagið gerirðu það með því að senda Sigga Skarp, gjaldkera félagsins, tölvupóst (traktor@simnet.is) og tíunda þar nafn þitt, kennitölu, heimilisfang og gsm og borga árgjaldið sem er 3.000 krónur inn á reikninginn okkar. (Bankareikningur 1110 – 15 – 200640, Kennitala 610510-0190).
... Sjá meiraSjá minna

Ertu félagi í Fergusonfélaginu?

Nafn félagsins er kennt við FERGUSON sem var lang algengasta dráttarvélin hérlendis upp úr miðri síðustu öld.
Annað í lögum félagsins er miðað við gamla traktora almennt enda eru eigendur flestra tegunda sem fluttar voru til landsins í félaginu og eins og er þekkt úr Dýrunum í Hálsaskógi þá eru öll dýrin skóginum vinir.

Það má segja að starfsemin sé í nokkuð föstum farvegi:
Wings and Wheels á Tundubökkunum er í lok ágúst en Fergusonfélagið er einn skipuleggjenda hátíðarinnar. 
Haustferð í rútu hefur verið vinsæl í október og svo eru almennir félagsfundir um einhver málefni í nóvember og desember. Í febrúar er svo aðalfundurinn og almennir fundir í mars og apríl en í maí höfum við s.l tvö ár heimsótt BLIKASTAÐI þar sem nokkrir kallar eru að gera upp gamla. 
Þá hefur félagið komið að samkomunni FJÖR Í FLÓA síðustu helgina í maí og sýnt dráttarvélar á LANDSMÓTI FORNBÍLAKLÚBBSINS á Selfossi í júni. 
HVANNEYRARDAGUR er haldinn hátíðlegur á hverju sumri og Fergusonfélagið er einn velunnara safnsins. Á næsta ári verður þess minnst að 100 ár verða frá komu Akranesstraktorsins, fyrstu dráttarvélarinnar á Íslandi, og Fergusonfélagið mun koma að þeim hátíðarhöldum.
Félagið hefur einnig styrkt Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri með munum og fjármunum og Samgöngusafnið Ystafelli með peningagjöf.

Viljirðu skrá þig í Fergusonfélagið gerirðu það með því að senda Sigga Skarp, gjaldkera félagsins, tölvupóst (traktor@simnet.is) og tíunda þar nafn þitt, kennitölu, heimilisfang og gsm og borga árgjaldið sem er 3.000 krónur inn á reikninginn okkar. (Bankareikningur 1110 – 15 – 200640,  Kennitala 610510-0190).

Stefán Eðvald
Við fengum póst frá honum Stefáni Eðvald Sigurðssyni en hann er einn "Blikastaðabræðranna", félaganna sem hafa aðstöðu á Blikastöðum við uppgerð nokkurra eldri dráttarvéla og fárra gamalla bíla.
Stefán er með Landróver og hundraðþjátíuogfimmu í takinu og hér er myndband sem sýnir Þorfinn staðarhaldara sprauta bretti fyrir Stefán.

www.facebook.com/stebbises/videos/o.146036065564350/10209661298105535/?type=2&theater&notif_t=pag...
... Sjá meiraSjá minna

Stefán Eðvald

Comment on Facebook

Elvar Gunnarsson

3 weeks ago

Fergusonfélagið

Uppboð þekkjum við helst sem Vökuuppboð, nauðungaruppboð eða uppboð til slita á sameign. Reyndar voru tryggingafélögin með vikuleg uppboð á skemmdum eða tjónuðum bílum og munum og eru sennilega að hluta enn en þau hafa að hluta færst á:
bilauppbod.is/
hjá Króki.
Í útlöndum virðast uppboð vera hluti af lífi fólks og munum er safnað til að bjóða upp. Síða sem kynnir nokkur slík í Svíþjóð er þessi:

farmarauktioner.se/

Bendum sérstaklega á það sem haldið verður 14. október, á því virðist hvað mest af gömlum traktorum.
... Sjá meiraSjá minna

Uppboð þekkjum við helst sem Vökuuppboð, nauðungaruppboð eða uppboð til slita á sameign. Reyndar voru tryggingafélögin með vikuleg uppboð á skemmdum eða tjónuðum bílum og munum og eru sennilega að hluta enn en þau hafa að hluta  færst á: 
bilauppbod.is/  
hjá Króki.
Í útlöndum virðast uppboð vera hluti af lífi fólks og munum er safnað til að bjóða upp. Síða sem kynnir nokkur slík í Svíþjóð er þessi:

http://farmarauktioner.se/

Bendum sérstaklega á það sem haldið verður 14. október, á því virðist hvað mest af gömlum traktorum.

Comment on Facebook

Jebb

Johanna Kjartansdóttir verkefni handa ykkur 🙂

Vigfus Ragnar Jonasson skella okkur

3 weeks ago

Fergusonfélagið

Hann Guðbrandur Þorkell sendi okkur póst sem einhver gæti e.t.v. svarað til að leysa vanda hans:

"Dráttarvélin mín er árgerð 1966 skv. skráningu Umferðarstofu allavega. Ég hef leitað talsvert að framljósaperum í hana en ekki fengið. Fékk senda luktarbotna með perum frá Jötni á Selfossi, en þeir eru of stórir í luktirnar á vélinni minni. Perurnar í minni vél eru sívalar en ekki kúlulaga eins og munu vera í nýrri vélum. Stóru fyrirtækin sem versla með perur eiga þessa gerð ekki til að sögn. Kann einhver úr okkar hópi ráð við þessu?"

En hér mynd af perunni sem vantar, kannast ekki einhver við þennan vanda?
... Sjá meiraSjá minna

Hann Guðbrandur Þorkell sendi okkur póst sem einhver gæti e.t.v. svarað til að leysa vanda hans:

Dráttarvélin mín er árgerð 1966 skv. skráningu Umferðarstofu allavega. Ég hef leitað talsvert að framljósaperum í hana en ekki fengið. Fékk senda luktarbotna með perum frá Jötni á Selfossi, en þeir eru of stórir í luktirnar á vélinni minni. Perurnar í minni vél eru sívalar en ekki kúlulaga eins og munu vera í nýrri vélum. Stóru fyrirtækin sem versla með perur eiga þessa gerð ekki til að sögn. Kann einhver úr okkar hópi ráð við þessu?

En hér mynd af perunni sem vantar, kannast ekki einhver við þennan vanda?

Comment on Facebook

Kannski er það þessi sem þú leitar að? Sé svo þá er nú reyndar eftir að kaupa hana og koma til Íslands. www.tractorpartsasap.com/Headlight-Bulb-12V-45-40W-Ford-957E13003-E27-p/113253.htm

FÍKUS.is JÓN GETUR REDDAD ÞESSU ,

Ég á þrjár perur eins og á myndinni Magnús Flosi sími 848 4355

eg fekk reindar lugtar glerin og botnana og perur hjá AGRILINER 12,,50 pund i hvert ljós,,

jón sigurgrímsson

Þ

Á þetta ekki til á lager,en ekkert mál að panta.mbk,Jón.

+ View more comments

Hlaða meiru