13 hours ago

Fergusonfélagið

Í Bændablaðinu sem kom út í dag 19.10. skrifar Hjörtur L. Jónsson í "Öryggi - Heilsa - Umhvefi" m.a. um kerru- eða vagnadrátt. Greininni fylgir mynd sem tekin var af sölusíðu á Facebook.
Einnig birtum við aðra mynd sem tekin er af breskri síðu þar verið var að fjalla um frágang á farmi á kerru.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur aðeins fjallað um kerrur, slóð á skýrsluna er við myndina af skýrslunni.

Hér á dögunum ók ég á eftir pallbíl með kerru og á kerrunni var smágrafa og þegar ökumaðurinn hafði náð 80 km hraða fór kerran að dansa aftan í honum og ég átti von á að allt yllti annað hvort inn á vinstri akrein Vesturlandsvegarins eða út fyrir veg. Sem betur gerðist hvorugt, bílstjórinn náði að stoppa og fara út í kant og væntanlega hefur hann fært gröfuna eitthvað á pallinum til jafnvægið yrði betra.
... Sjá meiraSjá minna

Í Bændablaðinu sem kom út í dag 19.10.  skrifar Hjörtur L. Jónsson í  Öryggi - Heilsa  - Umhvefi  m.a. um kerru- eða vagnadrátt. Greininni fylgir mynd sem tekin var af sölusíðu á Facebook.
Einnig birtum við aðra mynd sem tekin er af breskri síðu þar verið var að fjalla um frágang á farmi á kerru.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur aðeins fjallað um kerrur, slóð á skýrsluna er við myndina af skýrslunni.

Hér á dögunum ók ég á eftir pallbíl með kerru og á kerrunni var smágrafa og þegar ökumaðurinn hafði náð 80 km hraða fór kerran að dansa aftan í honum og ég átti von á að allt yllti annað hvort inn á vinstri akrein Vesturlandsvegarins eða út fyrir veg. Sem betur gerðist hvorugt, bílstjórinn náði að stoppa og fara út í kant og væntanlega hefur hann fært gröfuna eitthvað á pallinum til jafnvægið yrði betra.

Comment on Facebook

Umgengni við kerrur og farm á þeim er efni í langa grein. Ég hef stundum séð til manna hlaða kerrur svo mikið og rangt að mér hefur blõskrað. Þá hef ég haft samband við lõgreglustoð. Mér til mikillar furðu, þá gerði lõgreglustoð ekki athugasemdir við farminn eða hleðsluna. Spurning er þá hvort lõgreglan sé yfir hõfuð með þessi kerrumal á hreinu. Ég stórefa það.

Þar sem að málið er mér skylt sem höfundur greinarinnar í Bændablaðið get ég bætt aðeins við: Það er endalaust hægt að benda á hugsunarleysi í hleðslu og umgengni á kerrum, en eitt er það sem mjög fáir vita er að kerrur sem eru óskráðar (ekki með númeraplötu) meiga aldrei fara yfir 60 km. hraða (þó að hámarkshraði á vegi sé 90). Hins vegar meiga skráðar kerrur og vagnar fara upp í 80 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90.

1 day ago

Fergusonfélagið

Hvaða litur var á flagspyrnunum fyrir Ferguson þegar þær komu nýjar úr kaupfélaginu? Væntanlega voru þær málaðar? Fergusongráar eða kannski svartar?
Myndin er frá Landbúnaðarsafninu. Þær uppgerðu eru gráar.
... Sjá meiraSjá minna

Hvaða litur var á flagspyrnunum fyrir Ferguson þegar þær komu nýjar úr kaupfélaginu? Væntanlega voru þær málaðar? Fergusongráar eða kannski svartar?
Myndin er  frá Landbúnaðarsafninu. Þær uppgerðu eru gráar.

Comment on Facebook

Þær voru gráar.

5 days ago

Fergusonfélagið

Hér sjáum við þrjá karla sem allir hafa mikil tengsl við Landbúnaðarsafnið. Þeir voru með okkur þegar við skoðuðum safnið og geymslur þess. Kærar þakkir fyrir fylgdina.
Svo sjáum við aðra þrjá sem stjórna Fergusonfélaginu og hafa gert undanfarin ár.
Bíllinn í baksýn er frá hinum eina sanna Sæmundi í Borgarnesi.
Frá vinstri talið:
Haukur Júl í Jörva, Bjarni Guðmunds fyrrum safnstjóri, Jón Ingimundur formaður, Siggi Skarp gjaldkeri, Þór ritari og Jói Ellerts þúsundþjalasmiður.
... Sjá meiraSjá minna

Hér sjáum við þrjá karla sem allir hafa mikil tengsl við Landbúnaðarsafnið. Þeir voru með okkur þegar við skoðuðum safnið og geymslur þess. Kærar þakkir fyrir fylgdina.
Svo sjáum við aðra þrjá sem stjórna Fergusonfélaginu og hafa gert undanfarin ár.
Bíllinn í baksýn er frá hinum eina sanna Sæmundi í Borgarnesi.
Frá vinstri talið:
Haukur Júl í Jörva, Bjarni Guðmunds fyrrum safnstjóri, Jón Ingimundur formaður, Siggi Skarp gjaldkeri, Þór ritari og Jói Ellerts þúsundþjalasmiður.

5 days ago

Fergusonfélagið

Við vorum 28 í haustferðinni í dag. Við byrjuðum á að skoða safn Fornbílafjelags Borgarfjarðar, fengum okkur svo súpu, brauð og salat og kaffi á eftir í Landnámssetrinu. Síðan lá leiðin að Hvanneyri þar sem við skoðum safnið undir leiðsögn þeirra Bjarna Guðmundssonar, Jóhannesar Ellertssonar og Hauks Júlíussonar. Síðan fórum við í innri kjallarann sem er geymslusvæði og almennt ekki til sýnis og að lokum í Refahúsið.
Það er svona svipað og að fara á bakvið í söfnum eins og að Ystafelli, ýmislegt sem er eins og það kom utan af túni þótt eitt og annað sé uppgert og í fínu standi.
Komum heim á slaginu fimm svo allar áætlanir stóðust. Það var ekki annað að sjá en allir væru ánægðir í lok ferðar.
... Sjá meiraSjá minna

Við vorum 28 í haustferðinni í dag. Við byrjuðum á að skoða safn Fornbílafjelags Borgarfjarðar, fengum okkur svo súpu, brauð og salat og kaffi á eftir í Landnámssetrinu. Síðan lá leiðin að Hvanneyri þar sem við skoðum safnið undir leiðsögn þeirra Bjarna Guðmundssonar, Jóhannesar Ellertssonar og Hauks Júlíussonar. Síðan fórum við í innri kjallarann sem er geymslusvæði og almennt ekki til sýnis og að lokum í Refahúsið.
Það er svona svipað og að fara á bakvið í söfnum eins og að Ystafelli, ýmislegt sem er eins og það kom utan af túni þótt eitt og annað sé uppgert og í fínu standi.
Komum heim á slaginu fimm svo allar áætlanir stóðust. Það var ekki annað að sjá en allir væru ánægðir í lok ferðar.

Comment on Facebook

Takk fyrir komuna að Hvanneyri, alltaf gaman að hitta þennan áhugasama og víðsýna hóp, sem ekki bindur sig bara við Ferguson þó góður sé og einsamla traktora heldur sinnir þeirri menningarvarðveislu í allri breidd er varðar það hvernig íslenskar sveitir nýttu sér vélarafl og véltækni til betra lífs - með léttari vinnu og meiri afköstum ...

1 week ago

Fergusonfélagið

Ertu búinn að skrá þig? Hafðu samband við Sigga Skarp fyrir kl. 15 í dag, fimmtudag 12. október, ef þú ætlar með okkur í haustferðina.

Siggi Skarp hafði veg og vanda af breytingum á afturenda af Ferguson TEA20 (1951) sem skorinn var upp og glerjaður svo sjá má til vökvalyftunnar og stýribúnaðar hans.
Þannig má fræðast um merkilega uppfinningu Harry Ferguson og manna hans framanvert á síðustu öld - uppfinningu sem breytti dráttarvélum svo um munaði ... Líklega mesta framför sem varð í smíði þeirra á öldinni.
Vélarhlutinn hefur verið útbúinn þannig að með handsveif í stað mótors má knýja búnaðinn og og sjá og fræðast um virkni hans.
Fergusonfélagið gaf Landbúnaðarsafninu gripinn s.l. sumar og auðvitað lítum við á gjöfina í haustferðinni.
... Sjá meiraSjá minna

Ertu búinn að skrá þig? Hafðu samband við Sigga Skarp fyrir kl. 15 í dag, fimmtudag 12. október, ef þú ætlar með okkur í haustferðina. 

Siggi Skarp hafði veg og vanda af breytingum á afturenda af Ferguson TEA20 (1951) sem skorinn var upp og glerjaður svo sjá má til vökvalyftunnar og stýribúnaðar hans.
Þannig má fræðast um merkilega uppfinningu Harry Ferguson og manna hans framanvert á síðustu öld - uppfinningu sem breytti dráttarvélum svo um munaði ... Líklega mesta framför sem varð í smíði þeirra á öldinni.
Vélarhlutinn hefur verið útbúinn þannig að með handsveif í stað mótors má knýja búnaðinn og og sjá og fræðast um virkni hans.
Fergusonfélagið gaf Landbúnaðarsafninu gripinn s.l. sumar og auðvitað lítum við á gjöfina í haustferðinni.
Hlaða meiru